Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 125
Jónas Elíasson, Háskóla Islands
Frá hefnd og réttlæti Drottins til réttarríkis
Inngangur
Eingyðistrú okkar er upprunnin í Kanaanslandi, en Kanverjar voru þjóð á
austasta hluta búsvæðis semíta í Miðausturlöndum. Svæðið kallast á ensku
„The Levant“', heitir Kanaansland í Biblíunni og er gífurlega mikið efni
til um það. Svæðið nær yfir Sýrland, Líbanon, Palestínu og hluta íraks og
Jórdaníu. Allar semískar þjóðir eru nú að mestu horfnar af svæðinu nema
arabar og arabíska er aðalmálið nú. Seint á nítjándu öld byrjuðu evrópskir
gyðingar að flytjast til Palestínu, aðallega fyrir tilstuðlan sionismans. Hinir
aðfluttu stofnuðu Israelsríki 1948 og tóku upp hebresku sem hafði verið
dautt mál í 1600 ár og veittu gyðingum, hvar sem þeir bjuggu í heiminum,
sjálflcrafa borgararétt. Síðan hefur fjöldi gyðinga frá öllum heiminum flutt
til ísraels.
Innan trúarbragðafræðinnar eru tvær aðalleiðir í rannsóknum á upphafi
eingyðistrúar, sú fyrri er rannsóknir á bókum Gamla testamentisins og
skyldum textum, hin seinni er fornleifafræðin sem kemst mun lengra aftur
í tímann en skilur eftir sig mun brotakenndari sögu en Biblían. Þriðja rann-
sóknarleiðin, minna þekkt, er sú félagsfræðilega.1 2
Hér á eftir verður reynt að gera grein fyrir þeim afgerandi breytingum sem
eingyðistrúin veldur í siðfræði manna og hvaða braut hún hefur markað fyrir
þróun nútímalaga. Aðalspurningar, sem leitast verður við að svara, eru þrjár.
I fyrsta lagi, hvernig verður eingyðistrúin til, hvar og hvenær byrja menn
að trúa á drottin allsherjar og úthýsa öðrum guðum og í hverju er drottinn
allsherjar, Jahve, verulega frábrugðinn öðrum guðum sem dýrkaðir voru á
sama tíma?
I öðru lagi, hvaða breytingar urðu í samfélagsháttum og siðfræði þeirra sem
gengust undir lagabókstaf trúarinnar?
1 http://en.wikipedia.org/wiki/Levant
2 Esler, P. E, 2006: Ancient Israel: the Old Testament in its social context. Fortress Press, xvii, 420 pp.
123