Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 90
aðeins sóttur til Jobsbókar. Job er Wiesel jafnan ofarlega í huga enda kallar
hann Job „samtímamann okkar.“34 Það er heldur enginn skortur á bókum
sem fjalla um þjáningar í samtíma okkar þar sem Jobsbók hefur verið nýtt og
endurrituð eða umsamin í nýju umhverfi og við nýjar aðstæður. Dæmi um
það höfum við hér á landi í skáldsögu Ólafs Gunnarssonar Vetrarferðinni.35
Wiesel vissi að innan gyðingdóms er gamalgróin hefð fyrir því að taka
þýðingarmikla atburði úr hinni sameiginlegu sögu þjóðarinnar og breyta
þeim í dæmi eða nota sem tilvísun til að meta og skilja viðburði samtímans.36
Hið jiddíska handrit Wiesels, Og heimurinn þagði, sem síðar í mjög
styttri og endurskoðari gerð varð Nótt, hefst á mjög biblíulegu orðfæri:
„í upphafi var trú - sem er barnaleg; traust - sem er fánýtt; og ímyndun
- sem er hættuleg. Við trúðum á Guð, treystum manninum og lifðum með
þeirri ímyndun að sérhverju okkar hefði hlotnast hlutdeild í loga hinnar
guðlegu nærveru (Shekhinah), að sérvert okkar bæri í augum og sál endur-
speglun af Guðs mynd.“37
Ekki þarf að vera vel að sér í Biblíunni til að sjá að hér er spilað á orðfæri
1. kafla 1. Mósebókar (1.1 og 1.26). Wiesel hefur alla hina hebresku
ritningu á hraðbergi og notar hana ekki aðeins með beinum vísunum heldur
í enn ríkari mæli með óbeinum vísunum. Því hefur verið haldið fram að
bók Jeremía spámanns gegni þar hvað stærstu hlutverki.
„Ég ann Jeremía spámanni,“ segir Wiesel „vegna þess að hann lifði
hörmungarnar í aðdraganda þeirra, meðan á þeim stóð og eftir á og vissi
hvernig ætti að tala um þær.“38
Því hefur sömuleiðis verið haldið fram að fyrir Wiesel séu tveir grund-
vallarþættir hinnar trúarlegu reynslu: Sínaí og andstæða Sínaí (anti Sinai)
þ.e. helförin. Vandi Wiesels var hvernig unnt væri að vera trúr hinum
gömlu trúarhefðum andspænis hræðilegu þjóðarmorði Hitlers sem varð best
lýst með „anti-Sínaí“. 39
Heimabæ hans Sighet má líkja við Sínaí. Þar fær hann fræðslu sína í
lögmálinu og hinum helgu ritum. „Á daginn las ég lögmálið og á kvöldin
34 Wiesel, Elie 2005: Messengers of God, s. 211-235: „Job Our Comtemporary."
35 Sjá greiningu Stefáns Einars Stefánssonar á VetrarferSinni. Stefán Einar Stefánsson 2012: Jobsbók
hin nýja, s. 109-140. Einnig er það áberandi að mikið hefur verið skrifað um túlkun Jobsbókar í
ljósi helfararinnar. Sjá t.d. Wollastone, Isabel 2011: Post-Holocaust Interpretation of Job.
36 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 104.
37 Wiesel, Elie 2008, The Night Trilogy. Preface to the New Translation, s. 8-9.
38 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 105.
39 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 17.
88