Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 171

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 171
manna í nágrannalöndum okkar, mestar urðu þær í Þýskalandi en minni á Norðurlöndunum. Hér á landi virðast biskupsembættin hafa haldist furðu lítið breytt þótt markmið siðbótarinnar hafi í upphafi verið að leggja biskupsembættin niður en styrkja í staðinn embætti sóknarprestanna og prófastanna, á þeirra vegum átti hin biskupslega tilsjón að fara fram ásamt fulltrúa frá „furstanum“, þ.e.a.s. hinni veraldlegu stjórnsýslu. Hér urðu breytingar að þessu leyti ekki svo afgerandi eins og í landi siðbótarinnar. Þessu gerir Torfi ágætlega skil þótt herslumuninn vanti í heildarmyndina, t.d. vantar umfjöllun um prófastsdæmin. Höfundur gerir vel grein fyrir fjárhag biskupsstólanna. Um það efni segir: „Til eru búreikningar Skálholtsstóls frá árunum 1557-84 sem sýna að biskupsstólarnir voru ekki rúnir eigum sínum við siðaskiptin" (136). En um þetta efni hafa oft verið hafðar uppi fullyrðingar í aðra átt sem standast illa. Höfundur fjallar einnig um hina guðfræðilegu hlið siðbótarinnar hér á landi, um embætti prestanna og um kirkjulífið, m.a. fjallar hann þar um myndbrotaöld sem hann sér lítil merki um á umbrotatímunum: „Áhöld eru því um hvort myndbrotaöldin hafi byrjað þá eða mun síðar eins og fullyrt hefur verið eða fyrst á tímum upplýsingar... Líklegt má því telja að mynd- brot hafi verið lítil á siðbótaröld“ (137). Athyglisverð er athugasemd höfundar um altarisgönguna: „Svo virðist sem oftar hafi verið gengið til altaris í lútherskum sið en kaþólskum, eða um fjórum sinnum á ári frá og með árinu 1563. Þegar í kirkjuskipuninni var reyndar lögð áhersla á altarisgönguna, en hún var einungis skylda einu sinni á ári í kaþólsku“ (138). Hér voru því nýmæli, einnig voru húsvitjanir nýmæli: „I bréfi Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups til presta árið 1569 var... þeim gert að húsvitja hvern bæ til að fylgjast með þekkingu fólks á fræðunum. Það voru nýmæli“ (138). En siðbótin gerðist ekki á einni nóttu, höfundur tekur undir með Jóni Helgasyni biskupi í kirkjusögu hans þar sem miðað er við 1630, biskupaskipti og nýja kirkjuskipun. Þá telur höfundurinn að markinu hafi verið náð: siðbótin var komin í höfn (140). Einn öflugasti biskupinn á þessu tímabili var Guðbrandur Þorláksson sem höfundur telur reyndar að hafi verið undir sterkum kalvínskum áhrifum og sú siðbótarstefna hafi sett sterkan svip á allt hans starf (142). I því sambandi má geta þess að sumir siðbótarsérfræðingar hafa talið að eitt og annað í kenningum Lúthers og annarra siðbótarmanna í Wittenberg hafi skilað sér betur í hinni kalvínsku hefð en lúthersku - en hvað þá um aðkomu sóknarbarna hér á landi, hvar 169 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.