Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 44
persónur Píslarsögunnar sem voru virkar í sinni andstöðu við Jesú og höfnuðu
þar með Jesú sem sínum Messíasi, sínum Kristi. Þar með gekk úvalning þeirra
yfir til heiðingjanna eða annarra þjóða. Þetta sér Hallgrímur endurspeglast
í þeim atburði sem hann lýsir í 30. sálminum þar sem heiðingi var fenginn
til að bera kross Krists. Jesús hafði þjónað fólki og læknað en stóð nú uppi
einn. Nú voru velgjörðir hans allar gleymdar og enginn vildi taka að sér að
þjóna honum og létta erfiði hans nema þessi eini útlendingur. Það leiddi til
þess að „Gyðingafólk þá Guðs náð missti, gafst heiðingjum dýrðarhnoss.“
(30.6) Það merkir að útvalningin hafi líka náð til annarra þjóða manna eða
heiðingja {gentes; gentiles). Það eru samt ekki forréttindi heldur er áminningin
í sálminum áfram sú að við höldum vöku okkar til þess að falla ekki í ónáð.
Út úr 30. Passíusálmi má því lesa að útvalning Gyðinga hafi ekki gengið frá
þeim og yfir til heiðingjanna heldur njóti heiðingjarnir nú útvalningar Guðs
til jafns á við Gyðinga og njóti hennar samkvæmt náð eða velvild Guðs en
ekki sakir eigin verðleika (náðarútvalning).
Eftirbreytni eða víti til varnaðar?
I þeirri áminningu er fólgið eitt atriði sem er einkenni Passíusálmanna og
leiðir af því að þeir eru íhugun, þar sem höfundur og lesandi ganga inn í
atburðina sjálfa. Þar sjáum við margar persónur og dæmi þeirra eru ýmist
til eftirbreytni eða víti til varnaðar. Þarna mætum við lærisveinunum og
hlutur þeirra er ekki góður, einn afneitar, annar svíkur, allir flýja utan
einn. Þarna eru höfðingjar lýðsins, prestarnir, og ekki fá þeir góða dóma,
hermenn Rómverja ganga fram með harðýðgi og vinna ljót verk og svo er
það Pílatus, landsdómarinn, sem framdi réttarmorð. Hallgrímur fordæmir
breytni þessa fólks en ekki til þess að ná sér niðri á því eða hreykja sér upp
á kostnað þess heldur til þess að vara þá við sem enn þann dag í dag standa
í sömu eða svipuðum sporum. Prestar fá stóran skammt í 10. sálmi þar sem
ranglæti æðstu prestanna er til umræðu og hann tekur tilefni af því og les
yfir sjálfum sér og öðrum þjónandi prestum:
Þú, Guðs kennimann, penk um það,
par mun um síðir grennslast að
hvernig og hvað pú kenndir.
Að herisveinum mun líka spurt
sem lét pitt gáleysi villast burt,
hugsa glöggt hvar við lendir. (10.11)
42