Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 22
haldið fram „að starfsreglur kirkjunnar væru á skjön við barnaverndarlög“
og vildi Ólöf Ásta koma í veg fyrir að starf hennar í fagráðinu skaðaði
Barnahús.23 Vilborg Guðnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, kom inn í fag-
ráðið í stað Ólafar Ástu.
Kaflaskil urðu í starfi fagráðs árið 2006 þegar það fékk sitt fyrsta mál
til umfjöllunar. Árið 2008 barst ráðinu mál númer tvö og í árslok 2010
höfðu alls 13 mál borist fagráði. Þessi mál vörðuðu meint kynferðisbrot
bæði vígðra og óvígðra þjóna kirkjunnar.24 Það er ljóst að opinber umræða
sem átti sér stað um ásakanir á hendur sóknarprestinum á Selfossi og mál
Ólafs Skúlasonar, sem aftur kom fram í dagsljósið á síðari hluta ársins 2008,
höfðu mikil áhrif á fjölgun þeirra mála sem bárust fagráði til umfjöllunar
á árunum 2008-2010.
Endurskoðun á starfsreglum um meðferð kynferðisbrota
Rannsóknarnefnd Kirkjuþings gagnrýnir í skýrslu sinni að starfsreglur um
meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar hafi ekki verið endurskoð-
aðar innan tveggja ára frá gildistöku þeirra eins og mælt er fyrir um í
upphaflegri útgáfu þeirra og breytingar hafi ekki verið gerðar á þeim fyrr
en á Kirkjuþingi árið 2009.25 Þetta er ekki rétt. Reglurnar hafa verið endur-
skoðaðar með reglulegu millibili í ljósi fenginnar reynslu og fjórum sinnum
hefur Kirkjuþing samþykkt breytingar á reglunum, fyrst árið 2002, og síðan
árin 2007, 2009 og 2010.
Á Kirkjuþingi 2002 var reglum um skipun formanns fagráðs breytt á
þann veg að ráðið skipaði sér formann úr sínum röðum, í stað þess að
lögfræðingur væri sjálfkrafa formaður. Þá var útnefning talsmanna færð
frá Kirkjuráði til biskups, í þeim tilgangi að færa starf fagráðs nær biskupi.
Þagmælska var einnig áréttuð í 1. mgr. 7. gr., og vísun í barnaverndarlög
uppfærð. Breytingar á starfsreglum á Kirkjuþingi árið 2007 fólust fyrst og
fremst í orðalagsbreytingum, þar sem persónufornafnið „hann“ var fellt út
í upptalningu í 5. gr. Auk þess var í stað Kirkjumálasjóðs í 9. gr. talað um
Kristnisjóð.
Við breytingar á starfsreglunum sem samþykktar voru á Kirkjuþingi
haustið 2009 fengu þær nýtt númer, 955/2009.26 Þá var sett inn í reglurnar
ný grein (nr. 2) um skilyrðislausa vísun mála sem varða börn til barna-
23 Rannsóknarnefnd Kirkjuþings 2011, 329-330.
24 Sama heimild, 330.
25 Sama heimild, 37.
26 http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?lD=31d73c24-0b7e-4566-9a7c-3374dd2c9ef5
20
J