Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 129
Bæði fyrir og eftir hið gamla Ísraelsríki er saga Hebrea endalausir ósigrar
og viðvarandi herleiðingar og tvístrun til nágrannalandanna. En þeir týna
aldrei trúnni alveg og snúa aftur heim nokkuð sterkir ef þeir fá til þess frelsi.
Orsökin fyrir því að þetta skeður frekar meðal Hebrea en annarra þjóða, er
hugsanlega hin stranga skilgreining þeirra á því hver sé gyðingur og hver
ekki. Sá einn er gyðingur sem er fæddur af gyðinglegri móður. Þetta er þekkt
dæmi úr gömlum þjóðfélögum, frillusynir fá ekki hlutdeild í samfélaginu,
t.d. erfðarétt, hversu hátt settur sem faðirinn var, og þetta er hugsanlega
komið þaðan í upphafi vega. En þegar Hebrear lenda sjálfir í ánauð snýst
reglan við þegar konur þeirra eru teknar frillutaki af herraþjóðinni, þá verða
börn þeirra gyðingar og þá fjölgar þjóðinni hraðar en þar sem siður er að
útskúfa kynblendingum.
Hið upphaflega Ísraelsríki Sáls, Davíðs og Salómons, klofnar í tvennt,
ísrael og Júda eftir daga Salómons 922 f. Kr. Ríkið fsrael liggur á 9. - 8. öld
f. Kr. mjög undir árásum Assýringa og fellur 722 f. Kr. Júda fer líka illa út
úr samskiptum við Assýringa en lifir af. Með þessum innrásum Assýringa
í Kanaansland má telja að tvístrun ísraelsþjóðarinnar (diaspora) byrji, þó
upphaf hennar sé reyndar talið vera innrás Babýloníumanna og hertaka
Jerúsalems 586 f. Kr. En tvístrunin stendur eftir það óslitið í að minnsta
kosti 800 ár. Á þessum tíma er ríkið undir yfirráðum Persa, Grikkja og síðast
Rómverja sem nánast tvístruðu gyðingum að fullu með því sem kalla má
gjöreyðingu ríkis Júda þegar þeir börðu niður uppreisn árið 70 eftir Krist
með gríðarlegri hörku.
Á þessum 800 árum verða til borgir og byggðakjarnar gyðinga mjög
víða við austanvert Miðjarðarhaf, þar eru borgirnar Alexandría og Efesus
hvað þekktastar. í Rómaborg sjálfri var líka stór gyðingabyggð. I þessum
byggðum þróaðist helleniskur gyðingdómur, þar breiddist eingyðistrúin og
lögmál hennar út og þar fundu postular Krists sína dyggustu fylgismenn.
Samfélagsgerðir og lög
Hirðingjasamfélagið
í samfélagi hirðingja fyrir akuryrkjubyltinguna ríktu óskrifuð lög, sem mjög
voru bundin ýmsum náttúruvættum og trúnni á hið yfirnáttúrlega, t.d.
bölvun.19 En hinn raunverulegi réttur var réttur hins sterka og hver og einn
19 Assman, J., 1992: When Jusdce Fails - Jurisdicdon and Imprecation in Ancient-Egypt and the
near-East. Journal ofEgyptian Archaeology, 78, 149-162.
127