Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 59
bragða, heimspeki eða veraldregrar hugmyndafræði.30 Day telur það ekki
draga úr réttmæti eða gildi trúarlegra eða siðferðilegra viðhorfa ungs fólks að
þau séu ekki grundvölluð í frásögnum trúarbragða eða heimspekikerfa. Þau
séu í staðinn grundvölluð í mikiivægi félagslegra og tilfmningalegra tengsla.
Því sé í rannsóknum ástæða til að beina athyglinni meira að tilfmningum,
vináttu og öðrum formum þess að tilheyra, þar sem unnt sé að staðsetja trú
og viðhorf fólks, og átta sig þannig betur á hverjum það trúi og treysti í stað
þess að beina athyglinni bara að því hvort það trúi.31
Nokkrar niðurstöður úr spurningalistakönnuninni
Víkjum nú að rannsókninni á lífsviðhorfum og gildismati ungs fólks í
framhaldsskólum á íslandi. Um það bil fjórðungur af þeim 77 fullyrðingum
sem voru á spurningalistanum sem þátttakendur í rannsókninni svöruðu
tengist trú eða trúarbrögðum með einhverjum hætti. Hér verður gerð grein
fyrir niðurstöðunum í nokkrum þeirra og leitast við að draga upp mynd af
viðhorfum unga fólksins til trúarbragða og hvaða áhrif þau hafi í lífi þess.
Gerð verður grein fyrir hvernig svör dreifðust við völdum spurningum,
skoðaður munur eftir kynjum og trúfélagsaðild eftir því sem við á og leitast
við að draga ályktanir af því.
A spurningalistanum voru þátttakendur beðnir um að gefa upp ýmsar
bakgrunnsupplýsingar, þar á meðal að fylla inn hvaða trúfélagi þeir tilheyrðu
eða hvort þeir væru utan trúfélaga. Meirihlutinn eða 65,8% tilgreindi ýmist
þjóðkirkjuna, lútherska kirkju eða kristni. Næst stærsti hópurinn eða 26,4%
eru þau sem tilgreindu utan trúfélaga eða trúleysi (tafla 1).
Tafla 1: Trú/trúfélag
Stelpur % Strákar % Alls %
Þjóðkirkja, lútherskar kirkjur, kristni 324 72,3 212 57,8 536 65,8
Utan trúfélaga, trúlaus 87 19,4 128 34,8 215 26,4
Önnur trúarbrögð eða trúfélög 33 7,4 27 7,4 60 7,4
Blandað, fleiri en ein trúarbrögð 4 0,9 0 0,0 4 0,5
Alls 448 100,0 367 100,0 815 100,0
Athygli vekur að fjöldi þeirra sem tilgreina þjóðkirkjuna, lútherskar
kirkjur eða kristni eru hlutfallslega færri (65,8%) en þeir sem skráðir eru í
30 Sjá t.d. Smith og Denton 2005.
31 Day 2009.