Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 55
opinbera, félagslega og einstaklingslega sviði.16 I seinni tíð hafa ýmsir
fræðimenn sett spurningarmerki við veraldarvæðingarhugtakið og talað um
af-veraldarvæðingu.17 Trúarbrögðin séu komin á dagskrá á ný í vestrænum
samfélögum bæði í fjölmiðlum og pólitískri umræðu. Rætt er um trúarbrögð
sem uppsprettu merkingarsköpunar en einnig sem orsök spennu og átaka.
Ymsir eru þó þeirrar skoðunar að hvort tveggja eigi sér stað samhliða, þ.e.
tiltekin veraldarvæðing um leið og trúarbrögð eða hið trúarlega hefur orðið
meira áberandi.18 Þannig hefur trúarlegur margbreytileiki orðið mikilvægur
hluti af fjölhyggju samfélagsins.
Rajinsóknir og umræða um ungt fólk og trúarbrögð
Margs konar rannsóknir hafa verið gerðar á trú, trúarafstöðu og trúariðkun
barna, unglinga og ungs fólks á liðnum áratugum á Norðurlöndunum, í
Evrópu og víða um heim. Frá miðri síðustu öld og fram á 9. áratuginn
var mikil áhersla á að rannsaka trúarþroska og trúarlega félagsmótun barna
og unglinga, m.a. undir áhrifum frá kenningum Piagets og Kohlbergs.19
A síðasta fjórðungi 20. aldarinnar breyttust áherslurnar og fór athyglin
að beinast meira að innihaldinu í trúarlegri hugsun og tjáningu barna og
unglinga. Ef við horfum sérstaklega til næstu nágranna, þ.e. Norðurlandanna
kemur í ljós að þetta var sérstaklega áberandi í trúaruppeldisfræðilegum
rannsóknum í Svíþjóð.20 I Noregi áttu sér einnig stað nokkrar rannsóknir
með svipaðar áherslur21 og dæmi er um rannsókn hér á landi þar sem
trúariðkun og trúarhugmyndir barna og unglinga voru skoðaðar.22
Margar af þessum rannsóknum sýna áhrif samspilsins milli annars vegar
hugmynda og hugsana barna og unglinga og hins vegar ytra umhverfis
þeirra, reynslu og samskipta við aðra. Eitt af því sem áhugi rannsakenda
beindist að í þessu sambandi, einkum á 8. og 9. áratugnum, voru áhrif
veraldarvæðingar og einstaklingshyggju á ungt fólk sem endurspegluðust
16 Berger 1969; Luckmann 1977.
17 Berger 1999.
18 Woodhead og Heelas 2000.
19 Sjá t.d. Loomba 1942; Harms 1944; Goldman 1964, 1965; Munksgaard 1980, 1984; Fowler
1981; Evenshaug og Hallen 1983; Tamminen 1991.
20 Sjá t.d. Tonáringen och livsfrágorna 1969; Tonáringen och livet 1980; Hartman, Petterson og
Westling 1973; Hartman og Petterson 1980; Hartman 1986a, 1986b; Green og Hartman 1992;
Dahlin 1989; Sjödin 1995; Eriksson 1999; Hallgren 2003; Brömssen 2003, Torstenson-Ed 2003;
Hartman og Torstenson-Ed 2007.
21 Sjá t.d. Brunstad 1998; Birkedal 2001.
22 Gunnar J. Gunnarsson 1999a, 1999b, 2001.
53