Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 91
hljóp ég í samkunduhúsið og grét yfir eyðingu musterisins,“ skrifar Wiesel
um uppvaxtarár sín í Sighet.40 Þegar í bernsku var hann tekinn að lesa skýr-
ingarit eftir Rashi (1040-1105), einn kunnasta biblíutúlkanda Gyðinga.41
Fyrsta nafnið sem Wiesel nefnir í Nóttinni er Móse, „meðhjálpari.“42
Um hann segir að hann hafi verið „allt í öllu í samkunduhúsi Hasídím
Gyðinganna.“43 Nafn Móse í Sighet og það sem um hann er sagt skapar
þegar í stað hugrenningatengsl við Móse Gamla testamentisins sem er m.a.
kunnur íyrir það hversu fjölþættu hlutverki hann gegndi. Hann var m.a.
þjóðarleiðtogi, meðalgangari Guðs og manna, löggjafi, dómari, spámaður.
Hann bað íyrir þjóð sinni og brást við möglun lýðsins með þeim hætti að
ekki verður honum líkt við neitt frekar en kraftaverkamanni.
Móse í Sighet var lærimeistari Wiesels.44 Móse meðhjálpari var í hópi
fyrstu Gyðinganna sem fluttir voru frá Sighet af nasistum vegna þess að
hann var af erlendum uppruna. Honum tókst hins vegar að lifa af þegar
aðrir samferðamenn hans voru drepnir, flýja og snúa aftur til þorpsins.
Örvæntingarfullur reyndi hann að fá Gyðinga til að hlusta á sig, vara þá við
því sem þeir ættu í vændum en enginn hlustaði. „ Jafnvel ég hlustaði ekki,“
skrifar Wiesel.45 Þetta minnir, að breyttu breytanda, á möglun fsraelslýðs í
óbyggðagöngunni (2Mós 16). Þegar fólkið þverskallaðist við orðum Móse,
kvartaði og kveinaði og vildi ekki hlusta á leiðtoga sinn.
Páskahátíðin rennur upp.46 Þá átti brottflutningur Gyðinganna í Síget sér
stað, það var þeirri nýi „exodus" en sannarlega með öfugum formerkjum. Sú
brottför reyndist engin björgun, eins og frelsun Gyðinganna úr ánauðinni
úr Egyptalandi forðum, undir forystu Móse, heldur þvert á móti ferð til
móts við hryllilega dauðdaga. En í báðum tilfellum er brottflutningurinn
tengdur páskum.
Og tengingarnar eru sannarlega fleiri. Litla systir Wiesels hét Sippóra,
eins og áður var getið. Hún var m.ö.o. nafna eiginkonu Móse Gamla
40 Wiesel, Elie 2009, Nótt, s. 8.
41 Wiesel, Elie 2009: Rasbi, Preface: „Ever since childhood, he has accompanied me with his insights
and charm. Ever since my first Bible lessons in the heder, I have turned to Rashi in order to
grasp the meaning of a verse or verse that seemed obscure.“
42 Svo í íslensku þýðingunni.
43 E. Wiesel, 2009 Nótt, s. 7. íslenska umfjöllun um Hasídím Gyðinga er að finna í ritinu Guð á
hvíta tjaldinu. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson 2001, s. 218-219.
44 E. Wiesel, 2009 Nótt, s. 9: „Sjálfum tókst mér að finna mér meistara í Moishe meðhjálpara.“
45 E. Wiesel, 2009 Nótt, s. 14.
46 E. Wiesel, 2009 Nótt, s. 19: „Sjöunda dag páskahátíðarinnar voru tjöldin loks dregin frá:
Þjóðverjarnir handtóku leiðtoga gyðingasamfélagsins."
89