Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 127
Lengst af hafa fræðimenn því hallast á þá skoðun að frásagnir Biblíunnar
væru nokkuð sannar og ekki átt von á öðru en fornfræðilegar rannsóknir
myndu styðja við hana sem heimild. Þetta hefur líka gerst í stórum dráttum.8
A öllu svæðinu, einkum Palestínu sunnan Genesaretsvatns, hefur gífurlegur
fornleifauppgröftur átt sér stað og margir ótrúlega vel varðveittir gripir og
heilu bókasöfnin fundist.10 Er skemmst frá því að segja að ekkert af því sem
þarna finnst er í verulegri mótsögn við frásagnir Biblíunnar.
Með öðrum orðum hafa fornleifafundir ekki valdið teljandi vandræðum
hvað varðar túlkun Biblíunnar, fremur það sem ekki hefur fundist. Er
skemmst frá því að segja, að ekkert hefur fundist sem hægt er með öruggri
vissu að tengja við þá merku konunga Sál, Davíð og Salómon. Musteri
Salómons hefur fundist, en ekkert sem tengir Salómon við það,10 svo
dæmi sé tekið.* 11 Þá finnast engar fornfræðilegar heimildir um Móse eða
dvölina í eyðimörkinni og heldur ekki um ánauð Hebrea í Egyptalandi, en
þetta atriði er mikið rannsakað.12 Því eru margir að komast á þá skoðun
að eingyðistrúin hafi þróast í hæðardrögum Júdeu á 13. öld fyrir Krist eða
svo.8 Að þessu sögðu er rétt að taka fram, að það skiptir ekki öllu máli fyrir
efni þessarar greinar hvort þessar frásagnir Gamla testamentisins, sem hér
er vitnað til, séu sagnfræðilega nákvæmar, efnislega réttar, líkingasögur eða
táknsögur sem nota má sem réttarheimildir Gyðingalögmálsins.
Guðfræðilega myndin er miklu skýrari, en sú fornfræðilega. Frásagnir
Biblíunnar af forfeðrum Hebrea gefa nákvæmlega þá mynd af samfélagi
og trú á upphafsöldum Israelríkis sem fornleifafræðin á von á. Þeir eru
hirðingjar (bedúínar) sem búa í tjöldum og eru fjölgyðistrúar, allir nema
forfaðir þjóðarinnar (Hebrea og reyndar araba líka) Abraham.13 Þann
skilning má leggja í söguna af honum að mannfórnir séu ekki langt undan
10 Vaughn, A. G. and A. E. Killebrew, 2003: Jerusalem in Bible and Archaeology, Society of Biblical
Litterature (Symposium Series; no 18 )
11 Fornleifafundur á vegum Abraham Biran í Tell Dan 1993 hefur breytt stöðunni á þessu sviði.
Þar er Davíð konungur nefndur á nafn. Haldið er fram að konungdæmi Davíðs hafi verið mun
smærra í sniðum en Biblían gefur til kynna í: Israel Finkelstein and Nei Asher Silberman: David
and Salomon. In Search of the Bible 's Sacred Kings and the Roots of the Western Tradition. New
York: Free Press 2007. Þar á móti halda sumir því fram að konungsætt sem nefnist Omrítar
hafi byggt Jerúsalem.
12 Bimson, J. J., 1988: Exodus and Conquest - Myth or Reality. Journal of Ancient Chronology
Forum 2, 27 - 40.
13 Klinghoffer, D., 2003: The discovery of God: Abraham and the birth of monotheism. lst ed.
Doubleday, xvi, 348 pp.
125