Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 137
Boðorðin 10 (Talmut) [Lögjúda]
1. Eg er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa. [2]
2. Þú skalt ekki dýrka hjáguði [2]
3. Þú skalt ekki guðlasta [3]
4. Þú skalt halda hvíldardaginn heilagan.
5. Þú skalt heiðra föður þinn og móður [1]
6. Þú skalt ekki morð fremja [5]
7. Þú skalt ekki drýgja hór [4]
8. Þú skalt ekki stela [6]
9. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.[l]
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns né eignir [1]
Sáttmálana við Nóa og Móse má telja þá merkustu í lagalegu tilliti. Það
er enginn ágreiningur um að Móselögin grundvallast á sáttmálanum við
Móse sem boðorðin 10 eru hluti af. En það eru líka boðorð í sáttmálanum
við Nóa. I Talmut eru þau talin lög allra manna og útlendingar, sem halda
þau, eru velkomnir í Júdaríkinu og njóta þar réttinda. I dag heitir þessi
bálkur Nóalög (Noahide law), séu þau borin saman við boðorðin 10 kemur
ýmislegt forvitnilegt í ljós.
Númerin aftan við greinar í efri hlutanum í töflu 2 (Nóalögunum)
vísa í greinar í neðri hlutanum með tilsvarandi merkingu, tilsvarandi
með númerin í neðri hlutanum. Sé þetta tvennt skoðað, sést að Nóalögin
samsvara nokkurn veginn boðorðunum. Af boðorðunum á það íjórða
sér enga samsvörun í Nóalögum og verður út undan. Það er ekki lagt á
útlendinga að fylgja því. Síðasta almenna viðurkenningin á gildi Nóalaga,
er samþykkt Bandaríkjaþings (US Congress) frá því 3. janúar 1991.29
Það sem er aðallega áhugavert við þetta út frá sjónarhóli vestrænnar
siðmenningar er að Nóalögin gilda fyrir alla menn, undantekningarlaust.
Um þetta er enginn sýnilegur ágreiningur innan hins vestræna heims, ekki
enn þann dag í dag. Samkvæmt postulaþinginu í Jerúsalem árið 50, eiga
kristnir að telja sig bundna af þessum lögum.30 Skrifaða iögmálið (Torah),
sem Gamla testamentið er uppistaðan í, og inniheldur útfærslu á þessum
29 Education Day; 102nd Congress of the United States of America, March 5, 1991.
30 Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Split_of_early_Christianity_and_Judaism ásamt Shaye J.D.
Cohen 1987 From the Maccabees to the Mishnah Library of Early Christianity, Wayne Meeks,
editor. The Westminster Press. 168.
135