Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 161
„íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi og leggið ekki þann hug á
jarðnesk efni að það veki girndir.“ (Róm 13.13)
Ofangreind dæmi eiga sér hliðstæður í hundruðum kristinna texta - á
tímum fornaldar, á miðöldum26 og áfram til nýaldar27 - þar sem boðskapur
Híerónýmusar og Gregoríanusar endurómar í mismunandi myndum.28
Flestir þeirra teljast þó nú á dögum nokkuð öfgafullir og hefur verið skákað
til hliðar í kristinni hefð. Það sama verður þó vart gert við einn þekktasta
kristna texta fornaldar, Játningar eftir Ágústínus kirkjuföður (354-430),
en í því riti má skynja bergmál svipaðrar afstöðu til hjónabandsins, ásamt
hugsjónum um kynferðislegt taumhald og skírlífi, í tengslum við eftir-
fylgdina við Jesú.29 Eins og alþekkt er snerist Ágústínus til fullkomins skír-
lífis þegar hann loks eftir tólf ára innri baráttu ákvað að gangast kristinni trú
einlæglega á hönd.30 Afturhvarf hans í garðinum í Mílanóborg var endastöð
á langri vegferð - frá hinu líkamlega lífi til hins andlega - frá kynlífi, sem
26 Á 13. öld varð til mikið magn kristinna handbóka sem skrifaðar voru í klaustrum um dygðir
hins kristna manns. Þessi rit fjölluðu oft í löngu máli um siðferðilegar hugsjónir um hið nýja líf
í Kristi sem tengdust kynferðislegu taumhaldi ekkna og ekkla, hjóna og ógiftra kvenna og karla.
Skírlífi sem hugsjón um hið nýja líf í Kristi er gert sérlega hátt undir höfði í þessum ritum sem
sjá má af því að lögð er margfalt meiri áhersla á það en hið kristna hjónaband. sjá t.d. Geoffrey
Parrinder, Sex in the World’s Religions, London: Sheldon Press, 1980, bls. 218-223.
27 Eitt dæmi má taka frá 18. öld þar sem greinilegt er að skírlífisboðskapur á ekki lengur upp á
pallborðið. Það á við um John Wesley (1703-1791) sem grundvallaði hreyfingu meþódista innan
ensku biskupakirkjunnar. Wesley vegsamaði skírlífi sem almenna og ekki aðeins sértæka kristna
hugsjón og í ritinu Thoughts on Marriage and a Single Life frá 1743 boðaði hann að allir þeir sem
hefðu látið skírast til kristinnar trúar skyldu lifa í anda fullkomnunar. Hann lagði þar út af orðum
Jesú í Matteusarguðspjalli 19.10-12 þar sem Jesús talar um geldingana og segir að það sé skylda
sérhvers kristins manns að vera einhleypur og skírlífur. Skírnin gefi öllum kristnum mönnum gjöf
kynferðislegs taumhalds. Hann krafðist ekki skírlífis af þeim sem þegar voru giftir en harmaði
stöðu þeirra. Skoðunum Wesleys var fremur illa tekið og því var það að hann endurskoðaði rit
sitt árið 1765 og nefndi það þá Thoughts on a Single Life. Hann tók aftur upp umræðuna um
geldingana og nú var skoðun hans sú að allir hljóti hina sérstöku gjöf skírlífis frá Guði en fæstum
takist vegna mistaka eða einhvers annars að halda henni. Sjá Henry Abelove, „The Sexual Politics
of Early Wesleyan Methodism", Disciplines ofFaith: Studies in Religion, Politics, and Patriarchy,
Jim Obelkvich, Lyndal Roper og Raphael Samuel ritstj., London & New York: Routledge &
Kegan Paul, 1987, bls. 86-99, hér 86-89.
28 Sarah Coakley ritstj., Religion and the Body, Cambridge: Cambridge University Press, bls. 90-154;
Peter Brown, The Body and Society, 285-304, 366-386; L. William Countryman, Dirt, Greed
& Sex. Sexual Ethics in the New Testament and their Implications for today, Philadelphia: Fortress
Press, bls. 237-268.
29 Ágústínus, Játningar, þýðing úr frummálinu ásamt inngangi og skýringum eftir Sigurbjörn
Einarsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1955. Ritið er talið vera frá því um 400.
30 Sama rit, bls. 201.
159
L