Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 161

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 161
„íklæðist heldur Drottni Jesú Kristi og leggið ekki þann hug á jarðnesk efni að það veki girndir.“ (Róm 13.13) Ofangreind dæmi eiga sér hliðstæður í hundruðum kristinna texta - á tímum fornaldar, á miðöldum26 og áfram til nýaldar27 - þar sem boðskapur Híerónýmusar og Gregoríanusar endurómar í mismunandi myndum.28 Flestir þeirra teljast þó nú á dögum nokkuð öfgafullir og hefur verið skákað til hliðar í kristinni hefð. Það sama verður þó vart gert við einn þekktasta kristna texta fornaldar, Játningar eftir Ágústínus kirkjuföður (354-430), en í því riti má skynja bergmál svipaðrar afstöðu til hjónabandsins, ásamt hugsjónum um kynferðislegt taumhald og skírlífi, í tengslum við eftir- fylgdina við Jesú.29 Eins og alþekkt er snerist Ágústínus til fullkomins skír- lífis þegar hann loks eftir tólf ára innri baráttu ákvað að gangast kristinni trú einlæglega á hönd.30 Afturhvarf hans í garðinum í Mílanóborg var endastöð á langri vegferð - frá hinu líkamlega lífi til hins andlega - frá kynlífi, sem 26 Á 13. öld varð til mikið magn kristinna handbóka sem skrifaðar voru í klaustrum um dygðir hins kristna manns. Þessi rit fjölluðu oft í löngu máli um siðferðilegar hugsjónir um hið nýja líf í Kristi sem tengdust kynferðislegu taumhaldi ekkna og ekkla, hjóna og ógiftra kvenna og karla. Skírlífi sem hugsjón um hið nýja líf í Kristi er gert sérlega hátt undir höfði í þessum ritum sem sjá má af því að lögð er margfalt meiri áhersla á það en hið kristna hjónaband. sjá t.d. Geoffrey Parrinder, Sex in the World’s Religions, London: Sheldon Press, 1980, bls. 218-223. 27 Eitt dæmi má taka frá 18. öld þar sem greinilegt er að skírlífisboðskapur á ekki lengur upp á pallborðið. Það á við um John Wesley (1703-1791) sem grundvallaði hreyfingu meþódista innan ensku biskupakirkjunnar. Wesley vegsamaði skírlífi sem almenna og ekki aðeins sértæka kristna hugsjón og í ritinu Thoughts on Marriage and a Single Life frá 1743 boðaði hann að allir þeir sem hefðu látið skírast til kristinnar trúar skyldu lifa í anda fullkomnunar. Hann lagði þar út af orðum Jesú í Matteusarguðspjalli 19.10-12 þar sem Jesús talar um geldingana og segir að það sé skylda sérhvers kristins manns að vera einhleypur og skírlífur. Skírnin gefi öllum kristnum mönnum gjöf kynferðislegs taumhalds. Hann krafðist ekki skírlífis af þeim sem þegar voru giftir en harmaði stöðu þeirra. Skoðunum Wesleys var fremur illa tekið og því var það að hann endurskoðaði rit sitt árið 1765 og nefndi það þá Thoughts on a Single Life. Hann tók aftur upp umræðuna um geldingana og nú var skoðun hans sú að allir hljóti hina sérstöku gjöf skírlífis frá Guði en fæstum takist vegna mistaka eða einhvers annars að halda henni. Sjá Henry Abelove, „The Sexual Politics of Early Wesleyan Methodism", Disciplines ofFaith: Studies in Religion, Politics, and Patriarchy, Jim Obelkvich, Lyndal Roper og Raphael Samuel ritstj., London & New York: Routledge & Kegan Paul, 1987, bls. 86-99, hér 86-89. 28 Sarah Coakley ritstj., Religion and the Body, Cambridge: Cambridge University Press, bls. 90-154; Peter Brown, The Body and Society, 285-304, 366-386; L. William Countryman, Dirt, Greed & Sex. Sexual Ethics in the New Testament and their Implications for today, Philadelphia: Fortress Press, bls. 237-268. 29 Ágústínus, Játningar, þýðing úr frummálinu ásamt inngangi og skýringum eftir Sigurbjörn Einarsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1955. Ritið er talið vera frá því um 400. 30 Sama rit, bls. 201. 159 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.