Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 42

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 42
guðspjöllum er Jóhannesarguðspjall sérstakt fyrir þær sakir að þar gætir neikvæðni í garð Gyðinga. Skýringin mun vera sú að þegar guðspjallið var ritað var orðið uppgjör milli kristinna manna eða fylgjenda Jesú Krists og Gyðinga og vildu Gyðingar rjúfa samneyti við kristna menn.11 Þessi neikvæðni Jóhannesarguðspjalls í garð Gyðinga kemur líka fram í píslarsögu þess (Jóh 18. og 19. kafli) sem eru felldir inn í þá píslarsögu sem Hallgrímur fylgir í Passíusálmunum. Hið mikla tónverk Bachs yfir píslarsögu Jóhannesar, Jóhannesarpassían, hefur að sama skapi legið undir ámæli fyrir gyðingahatur.12 Neikvæð ummæli guðspjallanna og Píslarsögunnar og þá sérstaklega píslarsögu Jóhannesar í garð Gyðinga voru oft notuð sem tilefni til ofsókna gegn Gyðingum og ef ekki ofsókna þá til að gera af þeim skrípamyndir margs konar eins og Gyðingurinn Shylock í leikriti Shakespears Kaupmaðurinn í Feneyjum er dæmi um. Það er hins vegar ekki hægt að kalla slíkar ofsóknir eða lítilsvirðingu kynþáttahatur eins og gyðingahatur og gyðingaofsóknir nasista og annarra kynþáttasinna. Miklu fremur voru ummæli og breytni af þessu tagi talin trúarlegs eðlis eða stöfuðu af deilum milli trúarbragðahópa. Menn snerust gegn Gyðingum á trúarlegum forsendum, fyrir að viðurkenna ekki Jesú sem Messías og útskýra þannig ritningarnar á rangan hátt. Mjög oft var þeirri áskökun beint að þeim að þeir ættu sök á dauða Krists.13 Þess konar skoðanir og breytni eru skammarblettur á kirkjusögunni og í alla staði rangt. Eftir helförina hafa augu kristinna manna lokist upp fyrir hættunni af slíku tali og breytni og margir guðfræðingar leitast við að endurmeta afstöðuna til gyðingdómsins. í nútímanum hafa kristnir fræðimenn líka gert sér far um að rannsaka ummæli Jóhannesarguðspjalls um Gyðinga og spurt hvort tal Jóhannesar um Gyðinga sé allt á einn veg. Niðurstaðan er sú að svo er ekki. Þegar Jóhannes talar neikvætt um Gyðinga á hann fyrst og fremst við ráðamenn Gyðinga svo sem öldungaráðið í Jerúsalem, prestana, og menn sem voru Jesú andsnúnir, snerust gegn honum og voru handbendi 11 Sjá skýringarrit yfir Jóhannesarguðspjall t.d. C.K. Barrett 1962, The Gospel accorind to St. John. London and C.H. Dodd 1972, The Interpretation of the Fourrth Gospel. Cambridge, ogC.H. Dodd 1974, Historical Tradition in the Fourth Gospel. Cambridge. 12 Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/St_John_Passion; http://welltempered.wordpress. com/2010/03/23/; http://www.choralnet.Org/view/277795#278119; http://www.secondexodus. com/html/jewishcatholic-dialogue/. 13 Sjá t.d. J.M.Kittelson 1986, Luther the Reformer. The Story of the Man andHis Career. Minneapolis, s. 273-275. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.