Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 179

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 179
hefði mátt greina betur í hvaða stöðu íslenska þjóðkirkjan hefur verið eftir miðja tuttugustu öld, þ.e.a.s. hvað áhrif það hafði á trú og kirkju að hin ævafornu tengsl við þýsk-danska menningarsvæðið rofnuðu. Það samband mótaði guðfræði og kirkju hér á landi allt frá miðöldum, allt frá því þeir Skálholtsfeðgar ísleifur og Gissur voru vígðir í Bremen (ísleifur) og Magdeburg (Gissur) á elleftu öld. Alla tíð kom mótunin fyrst og fremst úr þeirri átt, ekki aðeins á miðöldum heldur einnig á siðbótartímanum, upplýs- ingartímanum, rómantíkinni og í upphafi tuttugustu aldar. Upplausnin í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar beindi íslenskum guðfræðingum í aðrar áttir: til Bandaríkjanna, Bretlands, Noregs og Svíþjóðar - og til Rómar. Þessu fylgdi uppnám og upplausn í trúarskilningi, kirkjuskilningi, safn- aðarskilningi og embættisskilningi, í trúarsiðum og helgihaldi, í embættis- klæðnaði prestanna (og biskups!) og síðast en ekki síst í guðfræði. Það má til sanns vegar færa að vandi íslensku þjóðkirkjunnar um áratuga skeið hafi átt sér rætur í þessari upplausn. Helsta verkefni hennar þegar litið er til langs tíma felst í því að finna aftur fast land undir fótum og þar hefði hún áreiðanlega gott af því að horfa til rótanna og finna þar nýjan kraft til að horfa til framtíðar og sinna líðandi stund af heilum hug. Hver veit nema fimm alda afmæli siðbótarinnar árið 2017 muni nýtast þjóðkirkjunni til að finna rætur sínar á ný og þar með sjálfsmynd sína. I hefðinni býr dýptin sem kirkjunni er brýn nauðsyn eftir langt tímabil tilraunastarfsemi á öllum sviðum, þar vegur þyngst tilraun hennar - meðvituð og ómeðvituð - til að finna sjálfa sig í síbreytilegum heimi. Lokaorð íslensk kirkjusaga Torfa Stefánssonar er áhugaverð lesning enda skrifuð af áhuga á efninu. Höfundurinn skrifar söguna frá eigin sjónarhorni en gerir sér einnig far um að þræða hinn gullna meðalveg fræðanna. Þótt kostir og gallar felist í einyrkjabúskap í þessu efni verður ekki annað sagt en höfundi hafi tekist allvel það ætlunarverk sitt að skrifa söguna fyrir söguþyrstan almenning en einnig fræðimenn, kennara og nemendur á hærri skólastigum. Höfundur gerir grein fyrir aðferðafræði sinni, ekki er um frumrannsóknir að ræða nema að litlu leyti enda ekki við öðru að búast. Hann styðst við yfirlitsrit og efni um afmörkuð svið, einkum nýrri rit í kirkjusögu svo sem Kristni á Islandi og öðrum fræðigreinum, svo sem bókmenntafræði. Hvað tilvitnanir í heimildir varðar getur höfundur þess að ekki sé venja í kennslubókum að tilgreina heimildir eins og um fræðirit væri að ræða. 177 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.