Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 64
strákar (74,8%) séu mjög eða frekar sammála fullyrðingunni heldur en
stelpur (61,8%). Tilgreind trúfélagsaðild hefur hér áhrif. I hópi þeirra
sem segjast utan trúfélaga eða trúlaus merktu 83,5% við mjög eða frekar
sammála en í röðum þeirra sem tilgreindu trúfélag eða trúarbrögð er talan
rúmlega 61%. Athygli vekur að meðal þeirra sem tilheyra þjóðkirkju/
lútherskum kirkjum/kristni merkja 16,9% við veit ekki en meðal þeirra sem
tilheyra öðrum trúarbrögðum/trúfélögum eru það 10%. Af þeim sem eru
utan trúfélaga/trúlaus merkja 7,9% við þennan kost.
Þegar kemur að fullyrðingunni: „Helgirit trúarbragðanna hafa lítið gildi
nú á dögum vísindalegrar þekkingar,“ kemur í ljós að meirihlutinn eða
58,6% merkir við mjög eða frekar sammála en 24,5% við mjög eða frekar
ósammála (tafla 9).
Tafla 9: Helgirit trúarbragðanna hafa lítið gildi nú á dögum vísinda-
legrar þekkingar________________________________________________
Fjöldi % Samanlögð %
Mjög sammála 282 31,5 31,5
Frekar sammála 242 27,1 58,6
Frekar ósammála 158 17,7 76,3
Mjög ósammála 61 6,8 83,1
Veit ekki 151 16,9 100,0
Alls 894 100,0
Eins og í fullyrðingunni um uppruna alheimsins eru það tiltölulega
margir sem merkja við veit ekki eða 16,9%. Það eru síðan 54,2% stelpna
sem merkja við mjög eða frekar sammála en aftur á móti 63,7% stráka.
Strákarnir eru þó mun eindregnari í afstöðu sinni því 41,1% þeirra merkja
við mjög sammála en af stelpunum eru það aðeins 23,4% sem merkja við
þann möguleika. Þá merkja 21,7% stelpna við veit ekki en aðeins 11,2%
stráka. Þegar svörin eru skoðuð út frá tilgreindri trúfélagsaðild kemur í ljós
að 52,2% þeirra sem tilheyra þjóðkirkju/lútherskum kirkjum/kristni merkja
við mjög eða frekar sammála. Þá merkja margir í þessum hópi við veit ekki,
eða 19%. Af þeim sem tilheyra öðrum trúarbrögðum/trúfélögum merkja
55% við mjög eða frekar sammála. Þegar skoðuð eru þau sem sögðust utan
trúfélaga eða trúlaus er hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar sammála
komið upp í 76,6%. Afstaðan er í raun mun eindregnari því 55,6% af
þessum hópi merktu við mjög sammála en til samanburðar voru það
62