Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 81

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 81
velviljuðum manni að segja rangt til um aldur. Þeir lifðu þar við skelfilegan kost í stöðugri návist dauðans en stóðu saman í einu og öllu. Þar kom samt að faðirinn lét lífið rétt við stríðslok eftir dauðagönguna miklu til Buchenwald, 29. janúar 1945. Wiesel, sem hafði að litlu að hverfa, settist að í Frakklandi en síðar í Bandaríkjunum. í Auschwitz Haustið 2008 var sá er þetta ritar í hópi Islendinga staddur í Póllandi á stað sem ber nafn sem skapar óhug í hugum allra sem það heyra - Auschwitz.9 Nafnið er löngu heimsþekkt sem heiti illræmdra útrýmingarbúða nasista. Búðunum hefur verið haldið við allar götur síðan rússneskir hermenn komu þangað í janúar 1945 og frelsuðu þá sem enn voru þar á lífi, marga hverja nær dauða en lífi og flesta eins og lifandi beinagrindur að sjá. Það er merkileg og óhugnanleg reynsla að koma á þennan stað, í þessar víðáttumiklu búðir, að sjá þar öll verksummerkin eftir hina ótrúlega grimmilegu aðferð nasista við að ryðja úr vegi ýmsum þeim er ekki voru þeim þóknanlegir, einkum Gyðingum en ýmsum minnihlutahópum öðrum einnig, svo sem samkynhneigðu fólki og sígaunum. Þessi ferð íslenska hópsins til Auschwitz var rétt eftir hrun bankakerfisins íslenska. Ósköp varð það hrun skyndilega smátt í sniðum frammi fyrir þeim mikla óhugnaði sem þarna voru sláandi og óhrekjanleg minnismerki um. Hvílík misnotkun á vísindum og tækni, kemur manni í hug frammi fyrir þeim óhugnaði, því sannarlega hafði illskan og mannvonskan þarna tekið vísindin í þjónustu sína til að afköstin og skilvirknin við manndráp hinna saklausu yrði sem allra mest. í Auschwitz-búðum einum er talið að a.m.k. ein og hálf milljón manna hafi verið tekin af lífi, það er fimm sinnum meiri fjöldi en allir núlifandi Islendingar. í heimsókninni á þennan óhugnanlega stað, Auschwitz, gekk ég framhjá stórri hrúgu af barnaskóm í einum af timburskálunum sem fólkið var látið hafast við í áður en það var líflátið. Sú sýn situr einna fastast í minni eftir heimsóknina. Þetta voru skór barna sem mörg hver voru greinilega ekki enn komin á skólaaldur og þetta er það eina sem eftir er af stuttri ævi þeirri, skórnir, snjáðir og bera þess merki af hafa verið þarna í meira en 9 Sjá t.d. Steinbacher 2005: Auscbwitz, Levi, Primo 2006 Auschwitz Report og Gilbert, Martin 2001 Holocaust Journey. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.