Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 32

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 32
þjónustustofnun, þar sem annars vegar er um að ræða þjónustu við Guð og hins vegar þjónustu við þau sem tilheyra kirkjusamfélaginu.51 Andstætt þessum kirkjuskilningi er að líta á kirkjuna fyrst og fremst sem valdastofnun, sem hefur það hlutverk að standa vörð um embættismenn sína umfram hag fólksins sem sækir þangað þjónustu. Mörg dæmi eru um kirkjur í hinu alþjóðlega samhengi sem hafa lagt sig fram um að verja starfsmenn sína gegn ásökunum um kynferðisbrot, gjarnan á kostnað sóknarbarna sem hafa komið fram með sögur af ofbeldi og misnotkun. Með aukinni umræðu og þekkingu á eðli og útbreiðslu kynferðisbrota innan kirknasamfélaga hefur aukist þrýstingur á kirkjuyfirvöld að taka með festu á þessum málum og viðhafa vönduð vinnubrögð við meðferð þeirra. í starfsreglum og siðareglum sem starfsfólki kirkjunnar ber að fara eftir og virða í hvívetna er mikil áhersla lögð á þá ábyrgð sem fylgir starfi þeirra og mikilvægi þess að þau misnoti undir engum kringumstæðum þá aðstöðu sem fylgir starfinu. Þessi ákvæði er mikilvægt að skoða í samhengi við áherslu Marie Fortune á að það sé aldrei réttlætanlegt að prestar eða einstaklingar í ábyrgðar- störfum innan kirkjunnar stofni til kynferðislegs sambands við skjólstæðinga sína. Slíkt flokkist undir misnotkun á aðstöðu og valdi sem fylgir því hlutverki sem viðkomandi gegnir. I sambandi prests /starfsmanns og skjólstæðings sé aldrei um valdajafnvægi að ræða og því eigi einfaldlega ekki við að tala um gagn- kvæmt samþykki beggja aðila.52 Fortune telur eðlilegt í kirkjulegu samhengi að líta svo á að kynferðisleg misnotkun sé í raun misnotkun á valdi sem Guð hefur gefið viðkomandi til að nýta í þágu kærleika og réttlætis.53 Til þess að kirkjusamfélagið geti brugðist rétt við kynferðisbrotum starfs- manna sinna þarf, samhliða vinnu við starfsreglurnar, að eiga sér stað nauðsynleg guðfræðileg vinna. Slík vinna er forsendan fyrir því að kirkjan axli ábyrgð sína og falli ekki fyrir þeim „freistingum“ sem Marie Fortune og samstarfsmaður hennar James Poling telja oft einkenna viðbrögð einstak- linga innan kirkjunnar. Meðal þessara svokölluðu „freistinga“ er að neita að trúa þeim sem koma fram með ásakanir á hendur starfsfólki kirkjunnar, þar sem „allir eigi að elska náungann.“ Þá er algengt að gerandanum sé boðið upp á „ódýra náð“ eða „ódýra fyrirgefningu“, sem kemur í veg fyrir 51 Um skipulegt starf kirkjunnar sem þjónustu, sjá: Einar Sigurbjörnsson 1996, 49 - 50. 52 Fortune 1995, bls. 353-354. 53 Ramsay 1998, bls. 70. 30 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.