Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 112

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 112
afstaða manna hefur breyst varðandi nokkur meginatriði sem til álita koma í tengslum við samband ríkis og kirkju, stjórnarhætti í kirkjunni og sérstöðu hennar miðað við önnur trúfélög. Sú hugmyndafræði sem býr að baki þeirri sérstæðu íslensku kirkjuskipan sem komst á hér á landi með lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð- kirkjunnar nr. 78/1997 á rætur að rekja rúma öld aftur í tímann. Upphaf hennar má rekja aftur til frumvarps til laga „um skipulag og stjórn andlegra mála“ í þjóðkirkjunni sem Þórarinn Böðvarsson í Görðum á Álftanesi flutti á Alþingi 1893. Þar gerði hann ráð íyrir kirkjuþingi er kæmi saman árlega og skyldi samþykkja allar breytingar á skipan andlegra mála áður en biskup veitti þeim endanlegt samþykki. Frekari útfærslu fékk hugmyndin um kirkjuþing síðan í tillögum meirihluta Kirkjumálanefndarinnar 1904-1906. Hallgrímur Sveinsson biskup fylgdi þessari stefnu efitir með fulltingi presta- stéttarinnar. Má raunar líta á þetta sem opinbera stefnu þjóðkirkjunnar fram um 1916 þegar að mestu tók fyrir umræðu um málið í bili. Örfáir kirkjumenn viku þó frá þessari meginskoðun og aðhylltust aðskilnað af ýmsum ástæðum. Er biskup landsins á tímabilinu 1908 til 1916, Þórhallur Bjarnarson, þar athyglisverðasta dæmið en hann var fylgjandi aðskilnaði. Það kann að hafa verið mat hans að þróunin lægi óhjákvæmilega í átt til aðskilnaðar og að hann hafi talið sér skylt að móta þróunina á þann hátt að hún yrði kirkjunni og kristninni í landinu sem hagfelldust. Þrátt fyrir þetta fylgdi hann opinberri stefnu prestastéttarinnar eftir gagnvart stjórnvöldum eins og skyldan bauð honum. Þórhallur Bjarnarson fór að líkindum nærri um ástæðu þess hvers vegna stefna kirkjunnar um aukið sjálfstæði og stofnun kirkjuþings náði ekki fram að ganga strax á fyrstu árum heimastjórnar í landinu. Hann taldi og ugglaust með réttu að íslensk stjórnvöld álitu sér skylt að fara sömu leið í þessu efni og viðhöfð var í Danmörku um sama leyti. Þar var viðleitni til að auka sjálfstæði kirkjunnar synjað um pólitískt fulltingi þrátt fyrir að í dönsku stjórnarskránni væri að finna svokallaða fyrirheitisgrein sem kvað á um að sett skyldu samfelld stjórnskipunarlög fyrir kirkjuna. Sjálfstæðisstefnan í dönsku kirkjunni gekk þó tæplega eins langt og raun var á hér. Hliðstæðu fyrirheitisgreinarinnar var ekki að finna í íslensku stjórnarskránni og virðist ólíklegt að stjórnvöld ytra hafi verið fús til að veita íslensku kirkjunni til muna frjálslegri stjórnskipan en tíðkaðist annars staðar í alríkinu. Málið hvarf af dagskrá um langa hríð hér á landi eftir daga Þórhalls Bjarnarsonar. Kann breytt staða í landsmálum að hafa valdið miklu um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.