Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 171
manna í nágrannalöndum okkar, mestar urðu þær í Þýskalandi en minni
á Norðurlöndunum. Hér á landi virðast biskupsembættin hafa haldist
furðu lítið breytt þótt markmið siðbótarinnar hafi í upphafi verið að leggja
biskupsembættin niður en styrkja í staðinn embætti sóknarprestanna og
prófastanna, á þeirra vegum átti hin biskupslega tilsjón að fara fram ásamt
fulltrúa frá „furstanum“, þ.e.a.s. hinni veraldlegu stjórnsýslu. Hér urðu
breytingar að þessu leyti ekki svo afgerandi eins og í landi siðbótarinnar.
Þessu gerir Torfi ágætlega skil þótt herslumuninn vanti í heildarmyndina, t.d.
vantar umfjöllun um prófastsdæmin. Höfundur gerir vel grein fyrir fjárhag
biskupsstólanna. Um það efni segir: „Til eru búreikningar Skálholtsstóls
frá árunum 1557-84 sem sýna að biskupsstólarnir voru ekki rúnir eigum
sínum við siðaskiptin" (136). En um þetta efni hafa oft verið hafðar uppi
fullyrðingar í aðra átt sem standast illa.
Höfundur fjallar einnig um hina guðfræðilegu hlið siðbótarinnar hér á
landi, um embætti prestanna og um kirkjulífið, m.a. fjallar hann þar um
myndbrotaöld sem hann sér lítil merki um á umbrotatímunum: „Áhöld eru
því um hvort myndbrotaöldin hafi byrjað þá eða mun síðar eins og fullyrt
hefur verið eða fyrst á tímum upplýsingar... Líklegt má því telja að mynd-
brot hafi verið lítil á siðbótaröld“ (137).
Athyglisverð er athugasemd höfundar um altarisgönguna: „Svo virðist
sem oftar hafi verið gengið til altaris í lútherskum sið en kaþólskum, eða
um fjórum sinnum á ári frá og með árinu 1563. Þegar í kirkjuskipuninni
var reyndar lögð áhersla á altarisgönguna, en hún var einungis skylda einu
sinni á ári í kaþólsku“ (138). Hér voru því nýmæli, einnig voru húsvitjanir
nýmæli: „I bréfi Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups til presta árið 1569
var... þeim gert að húsvitja hvern bæ til að fylgjast með þekkingu fólks á
fræðunum. Það voru nýmæli“ (138).
En siðbótin gerðist ekki á einni nóttu, höfundur tekur undir með
Jóni Helgasyni biskupi í kirkjusögu hans þar sem miðað er við 1630,
biskupaskipti og nýja kirkjuskipun. Þá telur höfundurinn að markinu hafi
verið náð: siðbótin var komin í höfn (140). Einn öflugasti biskupinn á
þessu tímabili var Guðbrandur Þorláksson sem höfundur telur reyndar að
hafi verið undir sterkum kalvínskum áhrifum og sú siðbótarstefna hafi sett
sterkan svip á allt hans starf (142). I því sambandi má geta þess að sumir
siðbótarsérfræðingar hafa talið að eitt og annað í kenningum Lúthers og
annarra siðbótarmanna í Wittenberg hafi skilað sér betur í hinni kalvínsku
hefð en lúthersku - en hvað þá um aðkomu sóknarbarna hér á landi, hvar
169
L