Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 90

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 90
aðeins sóttur til Jobsbókar. Job er Wiesel jafnan ofarlega í huga enda kallar hann Job „samtímamann okkar.“34 Það er heldur enginn skortur á bókum sem fjalla um þjáningar í samtíma okkar þar sem Jobsbók hefur verið nýtt og endurrituð eða umsamin í nýju umhverfi og við nýjar aðstæður. Dæmi um það höfum við hér á landi í skáldsögu Ólafs Gunnarssonar Vetrarferðinni.35 Wiesel vissi að innan gyðingdóms er gamalgróin hefð fyrir því að taka þýðingarmikla atburði úr hinni sameiginlegu sögu þjóðarinnar og breyta þeim í dæmi eða nota sem tilvísun til að meta og skilja viðburði samtímans.36 Hið jiddíska handrit Wiesels, Og heimurinn þagði, sem síðar í mjög styttri og endurskoðari gerð varð Nótt, hefst á mjög biblíulegu orðfæri: „í upphafi var trú - sem er barnaleg; traust - sem er fánýtt; og ímyndun - sem er hættuleg. Við trúðum á Guð, treystum manninum og lifðum með þeirri ímyndun að sérhverju okkar hefði hlotnast hlutdeild í loga hinnar guðlegu nærveru (Shekhinah), að sérvert okkar bæri í augum og sál endur- speglun af Guðs mynd.“37 Ekki þarf að vera vel að sér í Biblíunni til að sjá að hér er spilað á orðfæri 1. kafla 1. Mósebókar (1.1 og 1.26). Wiesel hefur alla hina hebresku ritningu á hraðbergi og notar hana ekki aðeins með beinum vísunum heldur í enn ríkari mæli með óbeinum vísunum. Því hefur verið haldið fram að bók Jeremía spámanns gegni þar hvað stærstu hlutverki. „Ég ann Jeremía spámanni,“ segir Wiesel „vegna þess að hann lifði hörmungarnar í aðdraganda þeirra, meðan á þeim stóð og eftir á og vissi hvernig ætti að tala um þær.“38 Því hefur sömuleiðis verið haldið fram að fyrir Wiesel séu tveir grund- vallarþættir hinnar trúarlegu reynslu: Sínaí og andstæða Sínaí (anti Sinai) þ.e. helförin. Vandi Wiesels var hvernig unnt væri að vera trúr hinum gömlu trúarhefðum andspænis hræðilegu þjóðarmorði Hitlers sem varð best lýst með „anti-Sínaí“. 39 Heimabæ hans Sighet má líkja við Sínaí. Þar fær hann fræðslu sína í lögmálinu og hinum helgu ritum. „Á daginn las ég lögmálið og á kvöldin 34 Wiesel, Elie 2005: Messengers of God, s. 211-235: „Job Our Comtemporary." 35 Sjá greiningu Stefáns Einars Stefánssonar á VetrarferSinni. Stefán Einar Stefánsson 2012: Jobsbók hin nýja, s. 109-140. Einnig er það áberandi að mikið hefur verið skrifað um túlkun Jobsbókar í ljósi helfararinnar. Sjá t.d. Wollastone, Isabel 2011: Post-Holocaust Interpretation of Job. 36 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 104. 37 Wiesel, Elie 2008, The Night Trilogy. Preface to the New Translation, s. 8-9. 38 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 105. 39 Downing 2008, Elie Wiesel. A Religious Biography, s. 17. 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.