Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 43
ráðamanna sinna. í mörgum nýjustu þýðingum á Biblíunni hefur verið
leitast við að koma hinum mismunandi merkingum hugtaksins Gyðingar í
Jóhannesarguðspjalli til skila með því að þýða orðið Gyðingur á ólíkan hátt.
Þeirri reglu er fylgt í nýjustu þýðingu Biblíunnar á Islandi frá 2007. Þegar
orðið vísar til Gyðinga almennt er það þýtt Gyðingar.14 Á öðrum stöðum er
orðið þýtt á annan hátt enda er þar ekki talað um Gyðinga almennt heldur
andstæðinga Jesú.15 í eldri þýðingum var ekki reynt að lesa svona í málið
heldur var orðið alltaf þýtt eins.
I Nýja testamentinu er gengið út frá því að Jesús sé hinn fyrirheitni
frelsari Gyðinga eða Messías. Upprisa hans frá dauðum staðfesti þá tign
hans (sbr. Post 2.36 og Róm 1.3-4). í 11. kafla Rómverjabréfsins talar Páll
um að heiðingjarnir séu sakir Jesú Krists gróðursettir á þann olíuvið sem
er Israel, hinn útvaldi lýður Guðs. Þar með hafnaði Guð ekki hinum nátt-
úrulegu greinum heldur eiga allar greinar, náttúrulegar jafnt sem ágræddar,
frelsun sína undir náð Guðs sem hefur ekki útskúfað lýð sínum (Róm 11.2,
13-24). Þegar kirkjan hafði náð yfirburðastöðu í rómverska ríkinu tóku
kristnir guðfræðingar að skýra þessi og önnur ummæli Nýja testamentisins
á annan hátt og kenna að Guð hefði hafnað Gyðingum og í staðinn
útvalið heiðingjana sem hinn nýja Israel. I nútímanum hafna flestir kristnir
guðfræðingar þeim skilningi og lögð er meiri áhersla á að minna á hinar
sameiginlegu rætur gyðingdóms og kristindóms. Nýja testamentið skilst
ekki nema í ljósi Gamla testamentisins og yrði harla lítið eftir af Nýja
testamentinu ef allar tilvitnanir og skírskotanir í hið Gamla væru numdar
brott.16 Algengt er líka að menn tali ekki lengur um Gamla testamentið
heldur segi í staðinn Hebreska Biblían eða nefni hana jafnvel því heiti
sem algengast er meðal Gyðinga: Tanakh. Tanak er skammstöfun og á við
þrískiptingu Gyðinga á Biblíu sinni í lögmál (Torah), Spámenn (Nevi'im)
og Ritin (Ketuvim).17
í Passíusálmunum notar Hallgrímur hugtakið Gyðingar sem samheiti
á andstæðingum Jesú og þeim sem framseldu hann til krossfestingar. Þessi
afstaða er trúarlegs eðlis. Hallgrímur metur Gyðinga og gagnrýnir sem þær
14 Sjá t.d. Jóh 2.13 (páskar Gyðinga) og 19.40 (eins og Gyðingar búa lík til greftrunar).
15 Sjá t.d. Jóh 1.19 (ráðamenn í Jerúsalem); 2.18 (ráðamenn Gyðinga); 5.10 (menn); 8.22 (fólkið)
o.s.frv.
16 Sjá A. Torm 1988, „Jodedom og kristendom." í P.Norgaard-Hojcn 1988, Kristendommen og de
andre religioner. Kobenhavn (Anis), s. 69-102.
17 Sjá t.d. https://en.wikipedia.org/wiki/Tanakh - sótt 22. júní 2012.
41