Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 24

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 24
2 Orð og tunga svo sem sú villa eins ágæts biblíuþýðanda íslensks að búa til úr þýsku samteng- ingunni ,jedoch“ dóttur Faraós í Egyptalandi. Þeir sem einhverja reynslu hafa af tungumálanámi í skólum gætu auðvitað talið upp fjölmargar villur af þessu tagi, þar sem hugkvæmni þýðanda stendur í öfugu hlutfalli við nákvæmni, enda þótt það sé sú síðarnefnda sem skipti þar höfuðmáli og allt gangi raunar út á það eitt að sýna kunnáttu sína í málinu sem þýtt er úr. Af þessu er sprottin sú furðulega tegund bókmennta sem nefnist „vertiones“ eða „versjónir11 og eru með því sniði að enginn mundi nokkurn tíma nenna að lesa þær nema sá sem á yfir höfði sér próf. En hvað sem annars um téðar „versjónir“ má segja, gott eða illt, er það þó víst að þær hljóta að hafa það til að bera, þótt í ýktri mynd sé og jafnvel af- skræmdri, sem við viljum síst af öllu að þýðingar eða þýðendur séu algerlega lausir við, en það er nákvæmnin. Það er augljóst mál að hún þarf að vera alls- ráðandi, vopnuð staðgóðri og löggiltri málakunnáttu, þar sem um réttarskjöl er að ræða, en einnig hlýtur hún að vera afar mikilvæg þar sem í hlut eiga bækur sem við byggjum sáluhjálp okkar á, svo sem Heilög ritning. Sagan segir að ekki hafi þótt duga minna en sjötíu, sumir segja sjötíu og tveir þýðendur þegar Gamla testamentið var fyrst þýtt af hebresku á grísku og er sú þýðing síðan kölluð eftir þeim sjötíumenningum „Septuaginta“. Hér hefur verið um eins konar hópvinnu að ræða, en sú skemmtilega saga hefur komist á kreik um vinnubrögð þeirra að þeir liafi setið hver í sínu horni og þýtt ritið hver í sínu lagi, en þegar upp var staðið og þeir báru saman bækurnar, hafi þær allar verið samhljóða frá orði til orðs. Hugsunin sem í þessu felst er auðvitað sú að hver og ein þessara þýðinga hafi verið hárrétt og þá um leið trú og nákvæm eftirlíking þess á grísku sem stóð í frumtextanum á hebresku. En hugtakið eftirlíking kemur einmitt mjög við sögu þar sem skáldskapur og listir voru skilgreindar í forngrískri heim- speki þeirra Platons og Aristótelesar. 011 list var eins konar eftirlíking þess sýnilega veruleika sem birtist í lilutum, lífi og athöfnum. Orðið eftirlíking fær því í heimspeki Platons niðrandi merkingu fyrir þá sök að þessi sýnilegi veru- leiki sjálfur er ekki annað en eftirlíking þess varanlega og fullkomna veruleika sem nefna mætti frummyndaheiminn. Ferlið frá þessum frumveruleika gegn- um hinn skynjanlega heim og skáldverkið alla leið til þýðingarinnar myndar þá heila halarófu eftirlíkinga, þar sem þýðingin verður einskonar Þríbjörn ef þá ekki Fjórbjörn. Sá sem þýðir lýsingu Hómers á myndunum á skildi Akkilles- ar, sem sjálfar eru eftirmyndir sýndarheims náttúrunnar, virðist alla vega kom- inn langt frá þeim kjarna hlutanna sem heimspekileg hugsun telur sig beinast að. En við þurfum þó alls ekki endilega að líta á þetta ferli sem stiga niður á við eða ljósgeisla sem fer sídofnandi við að streyma gegnum mörg gler. Þótt listin beini sjónum sínum að hinum sýnilega og áþreifanlega veruleika, er hún ekki beinlínis í samkeppni við hann heldur stendur andspænis honum sem sjálfstæð- ur aðili og bregður á hann nýju ljósi, afhjúpar hann og veitir yfirsýn yfir hann með því að koma skipulagi á það sem virðist óreiða, og sumir mundu jafnvel ganga svo langt að segja að hinn svonefndi áþreifanlegi veruleiki sé aðeins hrá- efni fyrir listamanninn sem beri því fremur nafngiftin skapandi en eftirlíkjandi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.