Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 82

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 82
60 Orð og tunga Það er auðvitað ástæðulaust að rekja aðferð okkar hér í smáatriðum. Menn verða bara að kaupa bókina til að kynnast henni og meta hana. I staðinn ætlum við hér á eftir að víkja aðeins að þeim mun sem er á því að þýða bókmenntaverk annars vegar og nytjatexta hins vegar. Síðan munum við líta á dæmigerð vanda- mál sem þýðendur nytjatexta og þýðendur bókmenntatexta þurfa að glíma við, svona til að varpa ljósi á ólíkar hliðar á vanda þýðenda. 3 Hvað er ólíkast? Það er alkunna að þeir sem eru að þýða bókmenntaverk hafa ákveðnar skyldur við höfund textans. Þetta hefur líka komið skýrt fram í erindum Kristjáns Arnasonar og Njarðar P. Njarðvík hér á ráðstefnunni. Þýðendur slíkra verka eru að fara höndum um listaverk, höfundarverk, og höfundinum verður að sýna trúnað. Það má ekki breyta textanum, helst ekki fella úr honum og alls ekki bæta inn í hann. Slíkt væru spjöll á listaverki. Þessu er allt öðruvísi farið um margar tegundir nytjatexta. Sá sem er að þýða kennslubók getur þurft að bæta inn skýringum, breyta dæmum o.s.frv., enda eru kennslubækur oft bæði „þýddar og staðfærðar“, eins og það er lcallað. Sá sem vill þýða fréttagrein til birtingar í blaði verður að liafa í huga mismunandi forsendur þeirra lesenda sem hann er að skrifa fyrir og hinna sem frumtextinn var ætlaður. Hann getur þurft að fella niður og bæta inn í vegna þessa. Slíkar breytingar eru alls ekki taldar nein spjöí.l, enda stendur oft við þýddar eða endursagðar frétta- greinar í blöðum „Byggt á Observer* eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta þykir alveg feikinóg sem tilvísun til frumtextans og stundum er lieimilda slíkra fréttagreina að engu getið í blöðum án þess nokkur geri atliugasemd við það. Aftur á móti er liætt við að Thor Vilhjálmsson hefði fengið heldur bágt fyrir ef hann hefði merkt þýðingu sína á Nafni rósarinnar á svipaðan hátt, þ.e. „Byggt á bókinni II nome della rosa eftir Umberto Eco“ — eða jafnvel látið eins og þýðingin væri frumsamning hans, líkt og þýðendur fréttagreina gera oft. Við getum haldið aðeins áfram með þessi dæmi. Sá sem tekur að sér að snara auglýsingu um nýja gerð af tölvum þarf ekki að hafa áhyggjur af sérstökum trúnaði við þann listamann sem samdi frumtextann, enda er hann sjaldnast þekktur og er kannski ekki neitt sérstakur listamaður heldur. Þeir sem eru að útbúa upplýsingar handa aðstandendum sjúklinga með tiltekinn sjúkdóm byggja kannski á erlendri fyrirmynd en venjulega er farsælast í slíkum tilvikum að þýða ekki heldur endursegja efnið eða byggja á því á óbeinan hátt. Þess vegna má reyndar segja að eitt af því sem brýnast er að leiðbeina um í sambandi við þýðingar sé að kenna mönnum að þýða ekki þar sem það á við. Verulegur hluti af því klúðri og klaufaskap sem oft má finna í þýddu og endursögðu efni í dagblöðum, tímaritum, auglýsingum og bæklingum hvers konar stafar af því að þeir sem gengu frá íslenska textanum bitu sig of fast í frumtextann og reyndu að þýða hann beint, voru með hugann of bundinn við erlendu orðin, orðatiltækin, setningaskipunina og framsetninguna þegar farsælla hefði verið að umorða, endursegja eða umsemja. Þetta á þó auðvitað fyrst og fremst við um nytjatexta því listrænar þýðingar lúta öðrum lögmálum. Aður en við komum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.