Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 75
Helga Jónsdóttir: Islenshun forrita
53
Orðaval og orðasmíð í samhengi
Orðaval og orðasmíð eru þeir þættir i þýðingunum sem mest athygli beinist að
enda veltur á miklu hvaða stefnu er fylgt í þeim efnum. Umfangsmiklar þýðing-
ar á sérfræðilegum textum sem allir snerta sama fræðasvið og eru margvíslega
tengdir innbyrðis eru góður prófsteinn á notagildi íslenskrar íðorðastarfsemi og
af þeim má draga gagnlega lærdóma um áherslur og stefnu í orðasmíð og gerð
íðorðasafna. Æskilegt er að þessi tvenns konar starfsemi eigi meiri samleið en
raun hefur á orðið. Eg ætla annars ekki að fjalla almennt um þetta efni hér en
vísa um það til Eiríks Rögnvaldssonar (1986), Helgu Jónsdóttur (1988:84-85) og
Jóns Hilmars Jónssonar (1988).
Meginstefnan í forritaþýðingum Orðabókarinnar að því er stíl og orðaval varð-
ar felst í því að nota sem almennast málfar og forðast eftir föngum mjög flókið
tæknilegt orðalag. Fjölda tækniorða og sérorða ýmiss konar er haldið í lágmarki
og reynt að búa svo um hnútana að merking slíkra orða skýrist jafnan sem mest
af samhengi sínu hverju sinni.
En hvernig verður orðaforðinn til? Engin könnun hefur farið fram á því
hvernig einstakir kostir í því sambandi eru nýttir, í hvaða mæli orð eru tekin
upp úr tiltækum orðasöfnum, hvaða orðaforði er sóttur til annarra heimilda og
hvaða orðanotkun mótast af þýðendunum sjálfum, með því að orði er fengin ný
merking eða nýtt orð er leitt fram á ritvöllinn. Athugun á þýðingunum að þessu
leyti gæti á margan hátt orðið fróðleg og nytsamleg með hliðsjón af nýyrðastarfi
og nytjaþýðingum á öðrum sviðum.
Reynslan hefur orðið sú að erfiðara getur reynst að finna viðunandi orð yfir
almenn hugtök en þau sem sértækari geta talist. Nærtæk dæmi eru tveir flokkar
orða sem hafa reynst þýðendum erfiðir. Annars vegar eru orð sem notuð eru um
‘eitthvað eitt af einhverju’ og hins vegar orð um ‘mengi hluta’ eða ‘söfn’.
Sem dæmi um hið fyrrnefnda má taka hugtakið object sem er eitt af grunn-
hugtökunum á AS/400 tölvunni. Það er notað sem samheiti um hvaðeina sem
heiti hefur á tölvunni, allt það sem tölvan getur fundið með vísun til heitis (skrár,
skilgreiningar alls konar, söfn, stök o.fl.). Eftir vandlega umhugsun og tilraun-
ir með orð af ólíku tagi var þessu hugtaki valið heitið viðfang. Notkun orðsins
vandist vel, enda var það ekki notað nema þar sem brýn þörf þótti fyrir þéið.
Þegar orðið tók að skjóta upp kollinum í Skrifstofusýn/2 fór málið hins vegar
£ið vandast. Þar er heitið object notað á mun frjálslegri hátt en á AS/400, svo
sem þar sem ráða má af samhengi að um skrár er að ræða, um póstsendingar,
bókanir í dagbók o.fl. Þýðendum hefur reynst erfitt að sætta sig við svo almenna
notkun íslenska heitisins og hefur fremur verið farin sú leið að nota eiginleg heiti
þess sem vísað er til (skrá, bókun o.s.frv.) eða láta almennt orðalag nægja (tala
t.d. um atriði). Eg hygg að hér sé á ferðinni rótgróinn vandi í meðferð íslenskra
sérfræðiheita þar sem almenn og víðtæk notkun yfirskipaðra, sértækra heita á
erfitt uppdráttar andspænis almennara orðalagi með beinni vísun til þess sem
við er átt.
Á tölvum er sífellt verið að fella hluti og fyrirbæri saman í flokka og þarf þá
orð yfir flokkana eða söfnin. Þannig eru til komin orð eins og þau sem tilgreind
eru á mynd 2.