Orð og tunga - 01.06.1990, Page 76

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 76
54 Orð og tunga safn (library) skjalaskápur (file cabinet) hólf (drawer, basket) póstkladdi (mail log) hópur (group) mengi (set) hirsla (folder) póstskápur (mail cabinet) efnisskrá (directory) geymsla? (container) flokkur (class) Mynd 2: Orð yfir mengi hluta í þýðingum Orðabókarinnar (listinn er ekki tæmandi). Þessi orð voru valin af nokkru handahófi og má vafalaust finna fleiri orð sem gegna sambærilegu hlutverki. Orð af þessu tagi eru alltaf erfið viðureignar og stöðugt verður erfiðara að finna ný. Nýjasta orðið í þessum fjölskrúðuga flokki er geymsla (e. container) sem hefur ekki enn hlotið staðfestingu, en er samheiti yfir safn, hólf, hirslu og skáp í Skrifstofusýn/2. Framan af var reynt að sneiða sem mest hjá hlutbundnum orðum. Þannig þótti hirsla heppilegri en mappa fyrir það sem á ensku er nefnt folder. Sú afstaða breyttist þegar þýðendur komust í kynni við notkun teikna í forritum.1 Þannig stendur til dæmis á skáp-orðunum á listanum á mynd 2. Nánar verður vikið að teiknum hér á eftir. Til rnóts við íslenskt orðalag Allir þýðendur kannast við það að oft verður að beita umorðun í þýðingu til að textinn verði eðlilegur. Þetta á í ríkum mæli við um þýðingar forrita. Stundum er hugtak í frumtextanum orð sem fær yfirfærða merkingu í tölvu- máli. Þá er ekki alltaf hægt að halda slíkri merkingu í íslensku. I skrifstofukerfmu PROFS er einn af mörgum valþáttum á einni valmyndinni nefndur tools á ensku. Bókstafleg þýðing á íslensku væri verkfæri eða tæki. Þýðendur veigruðu sér við að nota svo hlutkennd orð um aðgerðirnar sem þarna er um að ræða (skoða eða breyta skrám, nota reikniforrit eða breyta aðgangsorði). Því var orðið séraðgerðir notað.2 Hér hefur verið reynt að gefa örlitla innsýn í orðaval og orðmyndun í þýð- ingunum. Ljóst er að allt ræðst þetta mjög af umhverfi, textasamhengi og þeim orðaforða sem fyrir er. Akjósanlegt er að orðin verði til eða séu valin í sem nánustu samhengi við samfelldan texta og í tengslum við eldri orðaforða því mikilvægt er að ný orð og aðrar nýjungar í orðavali falli að þeim orðaforða og þeim stíl sem áður hefur mótast. Eg tel að vel hafi tekist til í þessu efni. Þýðingarnar hafa myndað samfellt ferli frá upphafi þar sem eitt forrit hefur tekið við af öðru. Þó að þýðendum hafi fjölgað til muna hefur ákveðinn fjöldi þeirra verið í hópnum frá upphafi. Það hefur tryggt samhengi og festu í þýðingunum. Á þeim tíma sem þýðingastarfið hefur staðið hefur orðið til býsna mikill orðaforði sem haldið er saman í einni skrá. Þeir sem þess hafa óskað hafa fengið 1 Orðið teikn hefur verið valið sem þýðing á hugtakinu icon. 2Fisher (1989:45) getur þess að Þjóðverjar sem þýða forrit og leiðbeiningar fyrir fyrirtækið Ashton Tate fari svipaða leið í þýðingu þessa orðs. Þar er það þýtt með orðinu Diversen.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.