Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 56
34
Orð og tunga
í þessum orðum Baldurs eru einkum tvö atriði sem ég vil leggja áherslu á
og skipta máli þegar starf orðanefndar Skýrslutæknifélagsins er skoðað. I fyrsta
lagi er það alveg ljóst að meginþorri Islendinga vill ekki gefast upp og tala ensku
þegar rætt er um tölvur því þá er stutt í að við töpum tungu forfeðra okkar
alveg. I öðru lagi er vert að gera sér grein fyrir því að ekki er verið að tala
um að búa til nýtt mál. Oft heyrist sú gagnrýni að íslenskur texti um tilteknar
fræðigreinar, t.d. tölvutækni, stærðfræði og eðlisfræði, sé óskiljanlegur venjulegu
fólki. Þá gleymist að samsvarandi enskur texti er jafnóskiljanlegur „venjulegu“
enskumælandi fólki einfaldlega vegna þess að það þekkir ekki fræðin sem fjallað
er um. Eg vil fá að skrifa og tala um mínar fræðigreinar á íslensku þótt mér sé
fullkomlega ljóst að mjög margir Islendingar skilji ekki það sem ég er að fjalla
um. Eg hef t.d. nýlega lagt síðustu hönd á orðasafn úr tölfræði ásamt þremur
félögum mínum. Þar fylgja íslenskar skilgreiningar flestum hugtökum og ég er
sannfærð um að t.d. velgreindur sonur minn sem er menntaskólanemi á 18. ári
skilur harla lítið í þeim. Hann myndi hins vegar hafa gagn af þeim ef hann færi
að læra tölfræði í Háskóla Islands eftir nokkur ár.
Gerðar eru margar og ólíkar kröfur til íðorða svo að þau geti talist frambæri-
leg. Þessar kröfur eru oft gagnstæðar og erfitt að fullnægja þeim öllum. Síðan
verður að taka til greina að smekkur manna er ólíkur; það sem einum finnst
vont finnst öðrum gott. Ogerlegt er að átta sig á því hvaða orð muni hljóta náð
hjá þeim sem eiga að nota þau. Sú krafa til íðorða, sem er einna háværust, er
sú að þau eigi að vera gegnsæ. En þau eiga einnig að vera stutt og auðlærð.
Þegar ráðist er í að gefa einhverju hugtaki heiti þarf því fyrst að átta sig á því
hversu algengt það er. Hugtök sem fáir nota og sjaldan eins og t.d. það sem á
ensku heitir closed user group with outgoing access má vel heita á íslensku
lokaður notendahópur með úttengileið. I ensku þykir ekki taka því að gefa þessu
fyrirbæri sérstakt nafn heldur er í raun notuð lýsing sem er búin til úr sex orðum.
Þessi lýsing var einfaldlega þýdd á íslensku. Margyrta íðorðið lokaður notenda-
hópur með úttengileið lýsir fyrirbærinu en er óneitanlega langt. Annað dæmi um
margyrt íðorð er directed acyclic graph sem í Tölvuorðasafni heitir örvótt
net án hringbrauta. Hugtök sem margir nota og oft þurfa hins vegar öðruvísi
heiti. Þau þurfa að vera stutt og þjál í munni. Ekki er nauðsynlegt að þau séu
sérstaklega gegnsæ þó að æskilegt sé að einhverja skírskotun til merkingar megi
finna. Iðorð sem fá mikla útbreiðslu verða gegnsæ af sjálfu sér. Mér finnst t.d. að
orðið sírrii sé eitthvert besta dæmið um ógegnsætt íðorð. Snorri Sturluson yrði
áreiðanlega hissa ef liann sæi orð eins og símaskrá, símstöð og ég tala nú ekki
um símvirki. Orðið sími er skiljanlegt venjulegu íslensku nútímafólki vegna þess
að það lærði að þetta tæki heitir sími rétt eins og stóll heitir stóll en ekki kanna.
Ekki tengja börnin okkar símann við neinn þráð. Segja má að orðið tölva hafi
lilotið sömu örlög. Allir vita að orðið tölva er heiti á tilteknu tæki án þess að
menn tengi það beinlínis neinni talnavísi. Hugtökin í þessum flokki eru einnig oft
grundvallarhugtök og heiti þeirra þurfa að vera þannig að auðvelt sé að mynda
af þeim afleidd orð og samsetningar.
Oft þarf líka að hafa í huga stöðu hugtaka í liugtakakerfinu þegar þeim eru
valin heiti. Lokaður notendahópur með úttengileið er t.d. undirhugtak lokaðs
notendahóps. Þegar hugtaki, sem á ensku heitir hard copy, er gefið íslenskt