Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 30

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 30
8 Orð og tunga list að sigla milli skers andlausrar nákvæmni annars vegar og báru óbeislaðrar vildar hins vegar, en að öðru leyti er ekki hlaupið að því að gefa ákveðnar reglur um það hvernig þýða skuli svo vel sé. Meiri háttar þýðingar lúta að miklu leyti sömu lögmálum og mikill skáld- skapur og eiga því eins og hann sinn vitjunartíma. Hin þýddu verk þurfa að hafa skírskotun til samtíma þýðandans og mæta þar einhverri þörf, ef þau eiga að ná að lifna. Milli höfundarins og þýðandans þarf að liggja leyniþráður, og við getum séð það best á höfundum sem bæði hafa frumort og þýtt, eins og til að mynda Matthíasi Jochumssyni og Jóni Helgasyni, að þeim tekst best upp við þýðingu ljóða sem eru mjög í ætt við þeirra eigin frumortu ljóð og tala út úr þeirra hjarta. Það má og benda á að miklum blómaskeiðum bókmennta hefur einatt fylgt mikil gróska í þýðingum, svo sem á tímum Shakespeares á Englandi, en hann naut þá sjálfur góðs af þýðingum úr fornmálunum sem hann var ekki mjög sterkur í að sögn eins keppinautar, og sama er að segja um tíma Goethes í Þýskalandi, þegar þýðendur á borð við Voss, Schlegel og Tieck gerðu þýðingar á Hómerskviðum og leikritum Shakespeares sem síðan hafa verið settar þar á bekk með þjóðarbókmenntum og storka öllu tali um skammlífi þýðinga. Raunar má skoða þýðingar sem snaran þátt af bókmenntasköpun hvers tíma- bils og greina í þeim merki ríkjandi stefna og viðmiðana í frumsömdum bók- menntum, og sést það auðvitað best á þýðingum verka sem hafa verið þýdd oftar en einu sinni með harla inisjöfnu móti. Ef við lítum yfir sögu íslenskra þýðinga geta glöggir menn hæglega fundið þar á síðustu öld ýmist anda upplýsingarstefnu, rómantíkur og klassísks húmanisma, en í þýðingum 20. aldar anda nýrómantík- ur, nýklassískrax endurreisnar að ógleymdum módernisma — og kannski á hinn dularfulli postmódernismi einnig eftir að skjóta þar upp kollinum, ef hann er þá til. En þrátt fyrir aflt það fjölbreytta þýðingastarf sem unnið hefur verið hér á landi frá upphafi byggðar eru enn óþýdd eða vanþýdd á íslensku fjölmörg af þeim öndvegisverkum erlendum sem eiga erindi til allra tíma og hver þjóð sem vill teljast andlega sjálfstæð þarf að eiga á sínu máli. Það væri því ekki vansalaust ef við núlifandi Islendingar yrðum eftirbátar fyrri og fátækari kynslóða í þýðingarlistinni og skiluðum þar ekki álitlegu dagsverki til eftirkomenda. Hér á undan var sagt að þýðingar gætu verið varnargarður — og hvenær skyldi okkur hafa verið meiri þörf á varnargarði en einmitt nú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.