Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 23

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 23
KristjÁn Árnason Hin þrefalda eftirlíking Um þýðingarlistina Það er sennilega góður siður að gefa ekki ritsmíðum eða öðrum hugverkum sínum nafn fyrr en þau eru fullgerð, líkt og að það er ekki ráðlegt að skíra barn meðan það er enn í móðurkviði og ekki er einu sinni vitað hvort það er sveinbarn eða meybarn. Eg verð að viðurkenna það hér að ég valdi þessu spjalli heiti meðan það var enn á fósturstigi í huga mér, og má því allt eins búast við því að það reynist villandi er á líður, því sú eftirlíking sem þar er minnst á, og það meira að segja þrefölduð, á þar eftir að koma æ minna við sögu og leikurinn að berast víðar og það jafnvel út um allar trissur, ef að líkum lætur. Hins vegar hefði und- irtitillinn, eftir á að hyggja, betur mátt standa einn, þar sem hann er fallinn til að vekja spurningar og þá fyrst spurninguna um réttmæti þess að tengja saman þessi tvö nafnorð, „þýðing“ og „list“, eins og ekkert væri sjálfsagðara og eins og þau hljóti endilega að eiga samleið. En er ekki með þessu verið að fjölga list- gyðjunum úr níu í tíu, líkt og fjölga má ráðuneytum, eða verið að krýna óverðuga kolla með lárviðarsveig, ef þýðendum skal nú skipað á bekk með guðinnblásnum listamönnum? Eins og margt annað í oklcar lífi og menningu má líta á þýðingar sem illa nauðsyn og jafnvel rekja þá nauðsyn samkvæmt bestu heimildum til misgerða og synd- samlegs æðis forfeðra okkar. Því með því að reisa Babelsturninn, tákn mannlegs oflætis, kallaði mannkynið yfir sig þann tungumálahrærigraut sem enn er við lýði, þannig að síðan hefur ákveðinn hópur manna, þýðendurnir, fengið það hlutverk að bæta fyrir þetta brot í sveita síns andlitis og hamast við að koma hugsun- um eins yfir á mál annars. Af þeim sökum mætti helst líkja þeim við verkfæri eða tæki nokkurt sem nefnist straumbreytir og er til komið vegna þeirrar áráttu mannkyns að nota ekki sams konar rafstraum hvarvetna á byggðu bóli. Tæki þetta er ekki ýkja fyrirferðarmikið eða áberandi, og eins er trúlega best að þýð- andinn sé, svo að orð og hugsanir þess merka fólks sem við nefnum því virðulega nafni „höfunda“ megi ná eyrum eða augum þess sem nema vill, án þess að milli- liðurinn sé merkjanlegur. Að þessu leyti er kannski þýðandinn sambærilegur við prófarkalesara sem þá fyrst vekur athygli á sínu starfi er honum verður á að dotta smástund og láta prentvillupúkann leika lausum hala, því það eru einmitt spaugilegar villur sem lielst gætu gert verk þýðandans fræg og í minnum höfð, 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.