Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 9

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 9
Formáli ritstjóra Að þessu sinni hefur Orð og tunga að geyma erindi þau sem flutt voru á ráð- stefnunni Þýðingar á tölvuöld sem Orðabók Háskólans og IBM á Islandi gengust fyrir og haldin var í Reykjavík 24. janúar 1990. Tilefni ráðstefnunnar var það að 5 ár voru liðin síðan Orðabók Háskólans og IBM á Islandi hófu samstarf um þýðingar á notendaforritum, hugbúnaði og handbókum tölvunotenda á íslensku. Þar var um brautryðjandastarf að ræða sem síðan hefur aukist jafnt og þétt og fest æ betur í sessi kröfu tölvunotenda um íslenskan orðaforða og íslenskt málsnið á því mikla og margvíslega efni sem lýtur að tölvunotkun. Hagnýtar þarfir málnotenda fara hér saman við nauðsyn íslenskrar málræktar á sviði sem flestum öðrum fremur mótar menntun manna og vinnubrögð nú á dögum. Það er til marks um gildi þessa starfs að ráðstefnan var haldin undir merkjum málræktarátaks menntamálaráðuneytisins á fyrra ári. Flutti Svavar Gestsson menntamálaráðherra ávarp við upphaf ráðstefnunnar. Ráðstefnan Þýðingar á tölvuöld hafði verið undirbúin um nokkurt skeið. Af hálfu IBM á Islandi unnu einkum að undirbúningnum þau Gunnar M. Hansson forstjóri, Jón Vignir Karlsson, Orn Kaldalóns, Friðrik Friðriksson og Hallfríð- ur D. Sigurðardóttir. Af hálfu Orðabókar Háskólans var undirbúningsstarfið að mestu í höndum Jóns G. Friðjónssonar stjórnarformanns og Helgu Jónsdóttur deildarstjóra þýðingastöðvarinnar. Þau Jón Hákon Magnússon og Guðlaug B. Guðjónsdóttir frá fyrirtækinu Kynning og markaður sáu um ýmsa þætti undir- búningsins, einkum kynningarstarfsemi. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur var ráðstefnustjóri. Á ráðstefnunni voru alls flutt níu erindi um íslenskar þýðingar frá ýmsum sjónarmiðum. Auk þess að hlýða á erindin gafst ráðstefnugestum kostur á að kynnast starfsemi þýðingastöðvar Orðabókarinnar og IBM. Að mati þeirra sem að ráðstefnunni stóðu tókst hún í alla staði vel. Ánægju- legast var hversu margir tóku þátt í ráðstefnunni en skráðir þátttakendur voru alls 177. vii Jón Hilmar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.