Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 20
xviii
Orð og tunga
Yfirskrift þessarar ráðstefnu er „Þýðingar á tölvuöld". Spyrja má að hvaða
leyti þýðingar á tölvuöld séu frábrugðnar þýðingum á öðrum tímum. Þýðing-
ar hafa ætíð gegnt miklu hlutverki í íslensku samfélagi. Guðsorð, bókmenntir,
nytjatextar; margir ágætir menn hafa lagt sitt af mörkum til að koma þessum
textum til Islendinga á móðurmálinu. Að hvaða leyti sker tölvuöldin sig úr?
Hér hljótum við kannski fyrst og fremst að staldra við tölvuna sjálfa. Hún
hefur að því leyti sérstöðu í heimi véla að hún vinnur með tákn, er táknvél,
og getur því m.a. unnið með tákn mannlegs máls, stafi og orð. Flestum vélum
stjórnum við með hreyfingum en öðru máli gegnir um tölvuna; henni er stjórnað
með stafrænum skipunum. Að þessu leyti svipar tölvu kannski meir til bókar en
vélar—við notum málið í samskiptum við tölvuna.
Af þessurn sökum er einkar brýnt að þýða sem mest af þeim hugbúnaði sem er
í almennri notkun á íslensku, að öðrum kosti verður öll umræða manna á meðal á
enskuskotinni íslensku. Þess sér vitaskuld víða merki í máli manna að tiltölulega
stutt er síðan farið var að þýða tölvumálið að einhverju gagni á íslensku, þeir
eru ófáir sem „seiva“ skrár frekar en að forða þeim eða vista þær.
Vegna þess hve snar þáttur tölvur eru orðnar í íslensku samfélagi hlýtur öllum
að vera ljóst að íslenskun tölvumálsins er brýnt málræktarverkefni.
A seinni árum hefur það mjög færst í vöxt að Háskólinn stofni til samstarfs
við atvinnulífið. Þegar rætt er um tengsl af þessu tagi koma mönnum vafalítið
fyrst í hug verkefni á sviði raunvísinda og verkfræði og vissulega eru mörg slík
verkefni í gangi. En fimm ára samstarf Orðabókarinnar og IBM sýnir svo ekki
verður um villst að húmanistar geta einnig stofnað til slíks samstarfs sem gagnast
getur báðum aðilum.
Hvað Orðabókina áhrærir er enginn vafi á því að samstarf þetta hefur orðið
til að efla stofnunina. Hér kemur margt til. Mig langar sérstaklega að víkja
að einum þætti, rannsóknarverkefnum sem Orðabókin hefur lagt stund á og
beinlínis er liægt að rekja til þessa samstarfs. Eg hef þá einkum í huga tvö
verkefni sem spruttu upp af fyrsta samvinnuverkefni Orðabókarinnar og IBM,
þ.e.a.s. Ritskyggni.
Ritskyggnir er þannig úr garði gerður að hann þekkir heimilar línuskipting-
ar þeirra orða sem hann geymir í orðasafninu. Arið 1986 tók Orðabókin, fyrst
íslenskra aðila, í notkun hið víðkunna setningar- og umbrotsforrit TgX, sem ætt-
að er frá Stanford-háskólanum í Bandaríkjunum og hefur það haft rneiri áhrif
á vinnubrögð á Orðabókinni en nokkur hugbúnaður annar sem við notum. TgX
hefur einstaka aðferð til að skipta orðum milli lína og svo vel vill til að með
TEX-hugbúnaðinum kemur forrit sem getur búið til þau mynstur sem TgX notar
ef til er orðasafn sem sýnir leyfilegar skiptingar í orðunum. Orðasafn Ritskyggnis
geymir yfir 200.000 slík orð og því lá beint við að nota það til þessara hluta,
sem við og gerðum og með þeim árangri að TeX skiptir rétt um 98% orða í
venjulegum texta. Á síðastliðnu ári gaf Orðabókin út hina miklu orðcisifjabók
Ásgeirs Blöndals Magnússonar. Sú bók er að öllu leyti unnin í TgX og hér kom
því línuskiptingartafla TgX að góðum notum. Þess má geta að Orðabókin lætur
mönnum þessa línuskiptingartöflu í té endurgjaldslaust.
í öðru lagi er þess að geta að Orðabókin hefur haldið áfram tíðnikönnunum
eftir að vinnu við Ritskyggni lauk og á næsta ári er væntanleg rækileg orðtíðni-