Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 63

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 63
Njörður P. Njarðvík: Að orða annars hugsun á öðru máli 41 spurt kunningja mína, íslenska og útlenda, hvernig þeir myndu þýða jafn einföld orð og nýsmöluð fjöll. Orðin sjálf er auðvelt að þýða. Það er ekki mikill vandi að þýða fjall og sögnina að smala. En það er þeim mun erfiðara að miðla þeirri tilfinningu, sem orðunum fylgir. Við Islendingar þekkjum þetta vel. Fjöllin eru iðandi af lífi og hreyfingum sauðfjár, og við það fá fjöllin sjálf líf og hreyfingu. Og svo standa þau allt í einu eftir hreyfmgarlaus og snauð. Hvernig á að miðla því til lesenda í öðrum löndum, þar sem sauðfé gengur aldrei laust? Þegar ég þýddi skáldsöguna Dagur í Austurbotni eftir Antti Tuuri, ferðaðist ég um Austurbotn með höfundinum í vikutíma. Þá kynntist ég landslagi og staðháttum, húsakynnum og fólki, meira að segja fólki sem var fyrirmynd að sumum persónum sögunnar. Eg sá hvernig þetta fólk lifði, hvernig það hreyfði sig, svipbrigði þess og hlátur, vinnubrögð bóndans á akrinum og kvenfólksins í eldhúsinu. Þegar við ókum á milli staða ræddum við bókina í sífellu. Aður en ég lagði upp í þessa ferð, var ég búinn að þýða tvo fyrstu kaflana. Þegar ég kom heim aftur, þýddi ég þá upp á nýtt. Nú sá ég ekki bara orðin lengur, heldur sá ég fyrir mér landið og fólkið, það var mér ekki lengur fjarlægt og framandi, mér fannst ég skilja forsendur þess og fortíð. Auk þess er höfundurinn náinn vinur minn, ég veit hvernig hann hugsar, þekki lífsviðhorf hans og orðaval. Um árangurinn ætla ég ekki að dæma, það verða aðrir að gera. En eftir þessa reynslu er mér ljóst hvað persónuleg tengsl höfundar og þýðanda skipta miklu máli. Orðabækur jafnast ekki á við veruleikann, þótt góðar séu. Sænska skáldið Tomas Tranströmer hefur sagt mér, að hann hafi stundum farið með þýðanda á ákveðna staði þar sem ljóð hans urðu til og sagt: Horfðu í kringum þig. Hvað sérðu? Hvernig orðar þú það á þínu máli sem þú sérð? Að þýða er að orða annars hugsun á öðru máli. Rithöfundur hefur ákveðin persónueinkenni, sem birtast í stíl hans þrátt fyrir ólík viðfangsefni. Eg þykist sjálfur hafa slík einkenni í frumsömdum bókum mínum. En sem þýðandi verður maður að leitast við að afklæðast þessum einkennum og fara í staðinn í föt þess höfundar sem verið er að þýða, leitast við að horfa á söguna með hans augum og reyna að ímynda sér hvernig hann hefði orðað hugsun sína ef hann hefði verið íslendingur. Ástunda verður tvennt í senn: trúnað og sjálfstæði. Þýðandi getur tekið undir við Jón Helgason er hann mælir til höfundar Hungurvöku: Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum. Þýðingar eru yfirleitt ekki mikils metnar. I ritdómum um þýdd skáldverk, er stundum vikið að þýðingunni í svo sem einni málsgrein í lokin með almenn- um orðum. Þó eru þýðingar vandasamt eljuverk sem skiptir miklu fyrir þróun íslenskrar tungu og auðgar íslenskar bókmenntir. Mér hefur fundist mjög lær- dómsríkt að fást við þýðingar. Þær hafa aukið skilning minn og þekkingu á íslenskri tungu, skerpt auga mitt fyrir stíl og blæbrigðum í merkingu orða. Mér finnst ég skrifa betur fyrir þá sök að ég hef þýtt og það hefur einnig gagnast mér við frumsamin verk. Mér hefur fundist það í senn hvíld og endurnýjun að grípa til þýðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.