Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 92
70
Orð og tunga
Staður Kerfi/verkefni
Rochester, Minnesota
Bethesta, Maryland (áður Gaithersburg)
Boca Radon, Florida
Austin, Texas
Dallas, Texas
Boulder, Colorado
Endicott, NY
Raleigh, N-Carolina
Lexington, Kentucky
Toronto, Kanada
Basingstoke, Englandi
Hursley, Englandi
Sindelfingen, Þýskalandi
Jarfalla, Svíþjóð
Yamato, Japan
Kaupmannahöfn, Danmörku
- Software/Publication Center
- European Language Services
AS/400 og S/36
Orðasafn (Ritskyggnir)
OS/2 SE (grunnútgáfa)
OS/2 EE (aukin útgáfa) og AIX
Skrifstofusýn
Leturgerðir
Prentarar
Stjórnstöðvar
Hnappaborð
Staðlar
DOS stýrikerfið
Ritvangur/2
Ritvangur/370
Prentarar
Skjáir
Útgáfa á hugbúnaði og bókum
Samræming þýðingarvinnu
Mynd 2: Nokkrar rannsóknarstofur IBM og verkefni þeirra
4 Prófun
Það er geysilega mikilvægt að búnaður sé þrautprófaður á rannsóknarstofu áður
en til fjöldaframleiðslu kemur. Prófanir eru alla jafna mjög strangar og fara fram
eftir að búið er að skrifa prófunarlýsingar. Prófun er liður í hverju hönnunarstigi,
en er umfangsmest á lokastigi.
Lokaprófun er unnin af sérstakri deild hverrar rannsóknarstofu. Hlutverk þess
sem annast prófun er að stunda ákveðna „niðurrifsstarfsemi“, gagnstætt því sem
forritara og kerfisfræðingi er ætlað, sem sífellt eru að byggja upp kerfið. Markmið
prófunar er að afhjúpa galla, og takist það ekki er litið svo á að „prófunin hafi
mistekist“. Hafa ber í huga að varla er til sá búnaður sem er algjörlega gallalaus
og „skotheldur“, a.m.k. í fyrstu útgáfum.
Ef svo illa fer að villa finnst í búnaði sem kominn er á markað, þrátt fyrir alla
prófun, er útbúin viðeigandi leiðrétting sem nefnist á ensku Engineering Change
(EC) þegar um vélbúnað er að ræða, en Program Temporary Fix (PTF) þegar
um er að ræða hugbúnað. Ætíð er hægt að fá vitneskju um á hvaða EC- eða
PTF-stigi tiltekinn búnaður er. Leiðréttingar fá forgang á rannsóknarstofum og
eru sendar til framleiðslustaðar svo fljótt sem auðið er. Jafnframt er þeim dreift
til tæknideilda í öllum þeim löndum þar sem búnaðurinn er seldur.
Eftir að þýðingar komu til sögunnar varð ekki hjá því komist að þýðinga-
stöðvar tækju að sér prófanir á hugbúnaði sem þýddur hafði verið á ýmsar
tungur. Sú prófunarskylda sem hvílir á þýðingastöðvunum getur raunar orðið
verulegur hluti af starfsemi þeirra.