Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 65

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 65
StefÁn Briem Vélrænar tungumálaþýðingar Inngangur Umfjöllunarefni mitt er vélrænar tungumálaþýðingar, en á undanförnum áratug hefur verið mikil gróska í rannsóknum á því sviði víða um heim. Eg mun byrja á að gefa almennt yfirlit yfir stöðu rannsóknanna og hagnýtingu þeirra. Síðan mun ég lýsa nánar einu tilteknu þýðingarkerfi sem unnið er að, og sem ég hef haft nokkur kynni af á síðustu árum, en einkum þó á nýliðnu ári, 1989. Staða rannsókna Saga vélrænna tungumálaþýðinga hófst um 1950. Þá gengu menn með þá hug- mynd að mögulegt yrði að ná góðum árangri í vélrænum þýðingum á samfelldu rituðu máli milli tungumála með beinni þýðingu, þ.e.a.s. með því að láta tölvu skipta á orðum frummálsins og samsvarandi orðum viðtökumáls og lagfæra síðan orðaröð og aðra setningaskipan í samræmi við málfræðireglur hvers tungumáls. I grein um vélrænar þýðingar sem birtist í Alþýðublaðinu 27. september 1958 er haft eftir framámanni um þessi efni vestanhafs: Vélþýðingar koma eftir fimrn ár! Þegar á reyndi kom hins vegar í ljós að málið er miklu erfiðara viðfangs. Nauðsynlegt er að huga rækilega að merkingu orða og setninga til þess að gæði þýðingar verði slík að við verði unað. Staðreyndin er sú að flestar setningar, á hvaða þjóðtungu sem er, eru miklu margræðari en menn hafa á tilfinningunni að þær séu. I daglegri málnotkun manna styðjast þeir m.a. við þekkingu sína á umheiminum og nota hana til þess að velja þá merkingu sem við á hverju sinni. Þetta gerist að mestu ósjálfrátt hjá manninum og vefst sjaldan fyrir honum, nema þá helst ef setningar eru slitnar úr samhengi. Oðru máli gegnir um tölvurnar. Til þess að láta tölvur líkja eftir þessu atferli mannsins þarf mikið hugvit, fyrirhöfn og fjármagn. Því er ekki að undra þótt mörgum féllust hendur þegar þeir fóru að átta sig á erfiðleikunum. A þessum fyrstu árum varð til þýðingarkerfið SYSTRAN, mest notaða vél- ræna þýðingarkerfið fyrir tungumál frá upphafi. Það er enn í notkun og er 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.