Orð og tunga - 01.06.1990, Side 65

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 65
StefÁn Briem Vélrænar tungumálaþýðingar Inngangur Umfjöllunarefni mitt er vélrænar tungumálaþýðingar, en á undanförnum áratug hefur verið mikil gróska í rannsóknum á því sviði víða um heim. Eg mun byrja á að gefa almennt yfirlit yfir stöðu rannsóknanna og hagnýtingu þeirra. Síðan mun ég lýsa nánar einu tilteknu þýðingarkerfi sem unnið er að, og sem ég hef haft nokkur kynni af á síðustu árum, en einkum þó á nýliðnu ári, 1989. Staða rannsókna Saga vélrænna tungumálaþýðinga hófst um 1950. Þá gengu menn með þá hug- mynd að mögulegt yrði að ná góðum árangri í vélrænum þýðingum á samfelldu rituðu máli milli tungumála með beinni þýðingu, þ.e.a.s. með því að láta tölvu skipta á orðum frummálsins og samsvarandi orðum viðtökumáls og lagfæra síðan orðaröð og aðra setningaskipan í samræmi við málfræðireglur hvers tungumáls. I grein um vélrænar þýðingar sem birtist í Alþýðublaðinu 27. september 1958 er haft eftir framámanni um þessi efni vestanhafs: Vélþýðingar koma eftir fimrn ár! Þegar á reyndi kom hins vegar í ljós að málið er miklu erfiðara viðfangs. Nauðsynlegt er að huga rækilega að merkingu orða og setninga til þess að gæði þýðingar verði slík að við verði unað. Staðreyndin er sú að flestar setningar, á hvaða þjóðtungu sem er, eru miklu margræðari en menn hafa á tilfinningunni að þær séu. I daglegri málnotkun manna styðjast þeir m.a. við þekkingu sína á umheiminum og nota hana til þess að velja þá merkingu sem við á hverju sinni. Þetta gerist að mestu ósjálfrátt hjá manninum og vefst sjaldan fyrir honum, nema þá helst ef setningar eru slitnar úr samhengi. Oðru máli gegnir um tölvurnar. Til þess að láta tölvur líkja eftir þessu atferli mannsins þarf mikið hugvit, fyrirhöfn og fjármagn. Því er ekki að undra þótt mörgum féllust hendur þegar þeir fóru að átta sig á erfiðleikunum. A þessum fyrstu árum varð til þýðingarkerfið SYSTRAN, mest notaða vél- ræna þýðingarkerfið fyrir tungumál frá upphafi. Það er enn í notkun og er 43

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.