Orð og tunga - 01.06.1990, Page 84

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 84
62 Orð og tunga Almannaskarð er stundum auðveldari. Sá sem þýddi það rit bandaríska málvís- indamannsins Chomskys sem þessi lcafli er úr kaus að fara um Iðorðaheiði og fór svona að (við auðkennum hér aftur nokkur orð sem fróðlegt er að skoða nánar): I lesi (lexical entry) kemur fram hvernig sneiðin er gerð — en lesið er lýsing á föstum hljóðeigindum, merkingareigindum og setn- ingareigindum þess atriðis, sem um er að ræða. Lesforði (lexicon) máls er mengi slíkra lesa, og ef til vill einhvers annars, sem skipt- ir okkur engu í þessu sambandi. I svipinn varðar okkur aðeins um hljóðeigindir lessins. Les einhverrar einingar verður að tilgreina nánara einmitt þær eigindir, sem eru sérkennilegar að gerð, þ.e. ekki ákvarðaðar af málvísindalegri reglu. (Chomsky 1973:107-108) Hér er orðið les til að mynda nýtt íðorð og þýðanda hefur þótt nauðsyn- legt að skýra nánar í neðanmálsgrein hvað þar er um að ræða (auk þess sem hann hefur enska íðorðið innan sviga í meginmálinu, eins og við höfum séð). I neðanmálsgreininni segir þetta m.a.: Les er þýðing á lexical entry (lexical item) og dictionary entry á ensku. Ensku orðin merkja í rauninni uppflettiorð í orðabók. Chomsky notar lexical entry í víðari merkingu en ýmsir aðrir ... Að hvaða leyti merking Chomskys er víðari, kemur fram í því, sem á eftir fer. — Þýð. (Chomsky 1973:107, nm.) í bók okkar (1988:93) er bent á að önnur leið til að þýða þennan texta hefði verið svona — og þá er fremur farið um Almannaskarð en yfir Iðorðaheiði, eins og sjá má af samanburði (áhugaverð orð og orðasambönd enn auðkennd hér með feitu letri): Skipting orðs í sneiðar, þ.e. einstök hljóð, kemur fram í því sem segir um orðið í orðasafninu (þ.e. því orðasafni sem við hugsum okkur hér að sé hluti af málfræðinni). Þar þurfa sem sé að koma fram upplýsingar um hljóðfræðilega, merkingarlega og setningafræðilega eiginleika orðsins. Orðasafn málsins er safn slíkra upplýsinga en nánara form þeirra skiptir okkur ekki máli á þessu stigi. Við erum hér aðeins að skoða þær hljóðfræðilegu upplýs- ingar sem þurfa að koma fram í orðasafninu. I orðasafninu þarf aðeins að taka fram þau einkenni orðsins sem eru óregluleg eða ófyrirsegjanleg, þ.e. þau einkenni sem ekki eru reglubundin. Eins og sjá má er þessi leið svolítið lengri en hin en kannski ekki eins mikið á fótinn. Við getum auðveldað okkur samanburðinn með því að gera lista yfir nokkur atriði sem eru ólík:

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.