Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 84

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 84
62 Orð og tunga Almannaskarð er stundum auðveldari. Sá sem þýddi það rit bandaríska málvís- indamannsins Chomskys sem þessi lcafli er úr kaus að fara um Iðorðaheiði og fór svona að (við auðkennum hér aftur nokkur orð sem fróðlegt er að skoða nánar): I lesi (lexical entry) kemur fram hvernig sneiðin er gerð — en lesið er lýsing á föstum hljóðeigindum, merkingareigindum og setn- ingareigindum þess atriðis, sem um er að ræða. Lesforði (lexicon) máls er mengi slíkra lesa, og ef til vill einhvers annars, sem skipt- ir okkur engu í þessu sambandi. I svipinn varðar okkur aðeins um hljóðeigindir lessins. Les einhverrar einingar verður að tilgreina nánara einmitt þær eigindir, sem eru sérkennilegar að gerð, þ.e. ekki ákvarðaðar af málvísindalegri reglu. (Chomsky 1973:107-108) Hér er orðið les til að mynda nýtt íðorð og þýðanda hefur þótt nauðsyn- legt að skýra nánar í neðanmálsgrein hvað þar er um að ræða (auk þess sem hann hefur enska íðorðið innan sviga í meginmálinu, eins og við höfum séð). I neðanmálsgreininni segir þetta m.a.: Les er þýðing á lexical entry (lexical item) og dictionary entry á ensku. Ensku orðin merkja í rauninni uppflettiorð í orðabók. Chomsky notar lexical entry í víðari merkingu en ýmsir aðrir ... Að hvaða leyti merking Chomskys er víðari, kemur fram í því, sem á eftir fer. — Þýð. (Chomsky 1973:107, nm.) í bók okkar (1988:93) er bent á að önnur leið til að þýða þennan texta hefði verið svona — og þá er fremur farið um Almannaskarð en yfir Iðorðaheiði, eins og sjá má af samanburði (áhugaverð orð og orðasambönd enn auðkennd hér með feitu letri): Skipting orðs í sneiðar, þ.e. einstök hljóð, kemur fram í því sem segir um orðið í orðasafninu (þ.e. því orðasafni sem við hugsum okkur hér að sé hluti af málfræðinni). Þar þurfa sem sé að koma fram upplýsingar um hljóðfræðilega, merkingarlega og setningafræðilega eiginleika orðsins. Orðasafn málsins er safn slíkra upplýsinga en nánara form þeirra skiptir okkur ekki máli á þessu stigi. Við erum hér aðeins að skoða þær hljóðfræðilegu upplýs- ingar sem þurfa að koma fram í orðasafninu. I orðasafninu þarf aðeins að taka fram þau einkenni orðsins sem eru óregluleg eða ófyrirsegjanleg, þ.e. þau einkenni sem ekki eru reglubundin. Eins og sjá má er þessi leið svolítið lengri en hin en kannski ekki eins mikið á fótinn. Við getum auðveldað okkur samanburðinn með því að gera lista yfir nokkur atriði sem eru ólík:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.