Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 62

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 62
40 Orð og tunga og skatan sænska er sá hrekkjótti fugl skjór, en ekki fiskur. íslenskum lesanda er því nokkur vorkunn þótt honum bregði í brún þegar skata er allt í einu komin upp í tré, svo að ég nefni annað dæmi um þýðingarglöp, enda þurfti þýðandinn að hagræða öðru í textanum til að tosa fiskinn sem hann hélt sig vera að fást við, svo langt upp af hafsbotni. En þetta var um einstök orð. Hitt er í rauninni miklu alvarlegra, þegar þýð- andi gerir sér ekki grein fyrir mismun á eðli og byggingu tungumála, að annars konar rökhyggja og hugsun býr í ensku og finnsku en íslensku. Þegar menn vita að í finnsku er ekkert kyn, enginn greinir, engar forsetningar, en aragrúi falla, þá segir sig sjálft, að slíku tungumáli fylgir sérstakur búningur hugsunar. I íslensku gegna sagnir lykilhlutverki, og hin beina fallstýring þeirra ljær setningaskipun- inni spengilegan einfaldleik, sem enskumælandi mönnum finnst stundum jaðra við einfeldni. Sá sem þýðir úr ensku og hugsar af vangá eða þekkingarleysi út frá forsendum enskunnar en ekki íslensku, hann virðir ekki þetta lögmál, heldur hættir til að hrúga saman nafnorðum að þarflausu. Þannig verður til hið alræmda stofnanamál, sem íslensk hugsun skilur illa, sem betur fer. Þá tala menn ekki um að rannsaka heldur að framkvæma rannsókn, svo að dæmi sé tekið. Og liggur við að maður bíði eftir að sjá einhvern skrifa „að framkvæma framkvæmd“. Til eru ýmsar fræðilegar kenningar um þýðingar, en þær eru að vísu ekki byggðar á lögmálum íslenskunnar. Eg hef hins vegar leitast við að fylgja einni ákveðinni kenningu í mínum eigin þýðingum, og hún er fjarskalega einföld. Hún er fólgin í því að lesa hverja málsgrein vandlega á frummálinu, ganga úr skugga um að ég skilji hvert orð, og spyrja svo sjálfan mig: hvernig er þessi hugsun orðuð á íslensku. Þá getur þurft að breyta um orðaröð, skipta um orðflokka og brjóta sundur langar og flóknar málsgreinar. Þetta er að minni hyggju eina ráðið til að losna úr fjötrum þess máls sem þýtt er úr. Sá sem þýðir frá orði til orðs, getur aldrei þýtt sómasamlega, hann íslenskar ekki textann, af honum verður ævinlega „þýðingarbragð11 sem svo er kallað. Þessi umsköpun er ærið vandasöm, ekki síst í þýðingum skáldverka, þar sem gera verður kröfu um trúnað við persónueinkenni og stíl höfundar. Það sem hér hefur verið sagt, gildir í rauninni um allar þýðingar. En þýðingar skáldverka eru þó sýnu vandasamastar, vegna þess að slíkur texti er svo lilaðinn merkingu. Oft er það svo að yfirborð textans, hin beina merking orðanna, gerir varla meira en að vísa lesandanum leið inn til annarrar merkingar með tilfinn- ingalegum, táknrænum og bókmenntalegum skírskotunum og vísunum. Og þá fyrst vandast nú málið. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við um ljóðaþýðingar, enda hefur því verið haldið fram bæði í gamni og alvöru, að innsti kjarni Ijóðlistar væri það, sem glatast í þýðingu. Eg er ekki frá því að margir haldi, að torskilin og fágæt orð séu erfiðust viður- eignar í þýðingu. Það er ekki mín reynsla. Það getur að vísu verið fyrirhafnarsamt að afla sér upplýsinga, sem ekki er að finna í bókum innan seilingar. En oftar en ekki eru það hversdagslegri fyrirbæri, sem vefjast fyrir manni. Fyrirbæri sem maður kann fullgóð skil á, en á erfitt með að orða á íslensku vegna einhverrar skírskotunar, sem allir skilja í ákveðnu landi, en getur verið framandi í öðru. Eg held að þetta skýrist ef til vill best með því að taka íslenskt dæmi. Oft hef ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.