Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 68

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 68
46 Orð og tunga Venjulegur notandi kerfisins verður ekki var við millimálið. Hvort sem hann setur inn texta eða tekur við honum þá á honum að nægja að kunna móðurmál sitt. Þannig fer t.d. samtal tölvu og manns fram á tungumáli frumtextans, þegar leyst er úr margræðninni, en í flestum tilvikum er það einmitt móðurmál mannsins. Því má bæta við að tölvan mun stýra þessum samtölum og að innbyggt verður í þýðingarkerfið að það keri af samtölunum. Umfangið við gerð DLT-þýðingarkerfisins má marka af því að á sex ára tíma- bili, 1984-1988, var vinnuframlag við DLT-kerfið u.þ.b. 30 mannár og kostnaður 6 milljónir hollenskra gyllina, sem jafngildir 192 milljónum íslenskra króna. A næstu þremur árum, 1989-1991, er áætlað vinnuframlag 85 mannár og kostnað- ur 12 milljónir gyllina, sem jafngildir 384 milljónum íslenskra króna. Von er á fyrstu markaðsvöru frá DLT árið 1993, en það verður þýðingarkerfi fyrir ensku og frönsku. Þátttaka íslensku í DLT Sumarið 1987 héldu esperantistar hátíðlegt 100 ára afrnæli esperantos í Varsjá, höfuðborg Póllands. Þar notaði ég tækifærið til að koma á sambandi við for- ráðamenn DLT-þýðingarkerfisins. Það varð síðar til þess að ég tók að mér að vinna tvo fyrstu verkþættina sem þarf til að hægt verði að fella íslensku inn í DLT-kerfið. A því verki byrjaði ég í desember 1988 og vonast til að geta lokið því á árinu 1990. Þessir verkþættir eru: Verkþáttur I: Lýsing á íslenskri setningafræði eftir forskrift DLT. Verkþáttur II: Setningafræðilegar samanburðarreglur fyrir íslensku-esperanto eftir forskrift DLT. Síðari verkþættir verða væntanlega unnir að meira eða minna leyti í aðal- stöðvum DLT, en þeir eru: • Gerð orðaþekkingarbanka fyrir íslensku-esperanto. • Aðlögun forrita. Að lokum skulum við huga að því hvernig niðurstöður verkþátta I og II eiga að nýtast. Við hugsum okkur að þýða eigi eftirfarandi hendingu Bólu-Hjálmars yfir á esperanto: Islenskan er orða frjósöm móðir Samkvæmt niðurstöðu úr verkþætti I yrði þessi setning vélrænt greind sam- kvæmt eftirfarandi setningartré:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.