Orð og tunga - 01.06.1990, Side 68

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 68
46 Orð og tunga Venjulegur notandi kerfisins verður ekki var við millimálið. Hvort sem hann setur inn texta eða tekur við honum þá á honum að nægja að kunna móðurmál sitt. Þannig fer t.d. samtal tölvu og manns fram á tungumáli frumtextans, þegar leyst er úr margræðninni, en í flestum tilvikum er það einmitt móðurmál mannsins. Því má bæta við að tölvan mun stýra þessum samtölum og að innbyggt verður í þýðingarkerfið að það keri af samtölunum. Umfangið við gerð DLT-þýðingarkerfisins má marka af því að á sex ára tíma- bili, 1984-1988, var vinnuframlag við DLT-kerfið u.þ.b. 30 mannár og kostnaður 6 milljónir hollenskra gyllina, sem jafngildir 192 milljónum íslenskra króna. A næstu þremur árum, 1989-1991, er áætlað vinnuframlag 85 mannár og kostnað- ur 12 milljónir gyllina, sem jafngildir 384 milljónum íslenskra króna. Von er á fyrstu markaðsvöru frá DLT árið 1993, en það verður þýðingarkerfi fyrir ensku og frönsku. Þátttaka íslensku í DLT Sumarið 1987 héldu esperantistar hátíðlegt 100 ára afrnæli esperantos í Varsjá, höfuðborg Póllands. Þar notaði ég tækifærið til að koma á sambandi við for- ráðamenn DLT-þýðingarkerfisins. Það varð síðar til þess að ég tók að mér að vinna tvo fyrstu verkþættina sem þarf til að hægt verði að fella íslensku inn í DLT-kerfið. A því verki byrjaði ég í desember 1988 og vonast til að geta lokið því á árinu 1990. Þessir verkþættir eru: Verkþáttur I: Lýsing á íslenskri setningafræði eftir forskrift DLT. Verkþáttur II: Setningafræðilegar samanburðarreglur fyrir íslensku-esperanto eftir forskrift DLT. Síðari verkþættir verða væntanlega unnir að meira eða minna leyti í aðal- stöðvum DLT, en þeir eru: • Gerð orðaþekkingarbanka fyrir íslensku-esperanto. • Aðlögun forrita. Að lokum skulum við huga að því hvernig niðurstöður verkþátta I og II eiga að nýtast. Við hugsum okkur að þýða eigi eftirfarandi hendingu Bólu-Hjálmars yfir á esperanto: Islenskan er orða frjósöm móðir Samkvæmt niðurstöðu úr verkþætti I yrði þessi setning vélrænt greind sam- kvæmt eftirfarandi setningartré:

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.