Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 57

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 57
Sigrún Helgadóttir: Um Tölvuorðasafn 35 heiti verður að hafa í huga að til er annað liugtak sem heitir soft copy. Orðin hard og soft eru hér notuð sem einskonar andheiti. En þá kemur í ljós að til eru ýmis önnur tvíyrt íðorð um hugtök í tölvutækni þar sem fyrri hlutinn er hard eða soft. Þegar stillt er upp orðalista sem raðað er í stafrófsröð eftir enskum heitum fyndist manni e.t.v. eðlilegt að öll ensk íðorð, sem byrja á hard, fái íslenska þýðingu sem byrji á sama forliðnum. Sama ætti að gilda um íðorð sem hafa soft sem fyrra orð. En ekki er víst að hugtökin að baki þeirra íðorða sem byrja á hard séu mjög skyld, né hugtökin sem byrja á soft. Skyldleiki hugtaka sést ekki nema hugtökunum sé skipað í eitthvert kerfi. Stafrófsröð er áreiðanlega versta kerfi sem unnt er að nota. I þessu tilviki þótti best fara á því að hard copy væri kallað fastrit á íslensku og soft copy sviprit. I annarri útgáfu Tölvuorðasafns má einnig finna hard disk sem á íslensku fékk heitið harðdiskur, hard error sem kallast skemmd, hard hyphen sem kallast tengistrik, hard sectoring sem kallast fastgeirun og hard space sem kallast bundið bil. Lítum þá einnig á þau íðorð sem í ensku hafa soft að fyrri lið. Þar finnum við t.d. soft error sem er einskonar andstæða skemmdar og við höfum kosið að kalla slæðing. Þar er einnig soft hyphen sem hefur fengið íslenska heitið skiptivísir. Skiptivísir þarf alls ekki að vera strik og okkur fannst því villandi að gefa því hugtaki heiti sem hefði strik að seinni lið þótt hard hyphen fengi íslenska heitið tengistrik. Skiptivísir breytist hins vegar í skiptistrik þegar orðinu sem það fylgir er skipt milli lína. Soft sectoring er einskonar andstæða við hard sectoring og lögðum við til að það héti lausgeirun. Önnur heiti sem byrja á soft, þ.e. soft key {vildarhnappur), soft keyboard {hnappaborðslíki) og soft break {hverful skil), eiga ekki frændur í fyrri upptalningunni. Einnig er eftirtektarvert að ekkert af þeim íðorðum sem byrja á soft á sér samsvörun í íslensku íðorði sem byrjar á hug- og ekkert af þeim ensku íðorðum sem byrja á hard á samsvörun í íslensku íðorði sem byrjar á vél-. Þetta dæmi sýnir að ekki er alltaf unnt að beita „orðabókarþýðingum“ heldur verður að reyna að komast sem næst merkingu hugtaksins sem á að gefa heiti; m.ö.o. er verið að reyna að mynda gegnsæ íðorð. I sumum tilvikum er þó unnt að þýða sama forliðinn á samræmdan hátt. Sé t.d. flett upp á öllum heitum, sem byrja á micro-, kemur í ljós að þau eru öll þýdd með íslenskum orðum sem byrja á ör-. Microprocessor verður þannig örgjörvi, þar sem processor heitir gjörvi, og forliðurinn micro- hefur fengið þýðinguna ör-. Það er því að ýmsu að hyggja þegar íðorð eru mynduð. Lesandi á e.t.v. erfitt með að átta sig á hvað íðorðasmiðirnir voru að hugsa þegar íðorðasöfn eru sett fram í stafrófsröð eftir íslenskum eða erlendum heitum. Þegar Tölvuorðasafnið var gefið út fyrir þremur árum álitum við ekki tímabært að liaga uppsetningu þess í samræmi við hugtakakerfið sem lá til grundvallar. Ef til vill voru það mistök af okkar hálfu. I fyrrnefndri ritgerð og í ritgerðinni Islandsk ordbildning pa inhemsk grund (í Sprák i Norden 1985) telur Baldur Jónsson upp fjórar gerðir aðgerða sem beitt er við að auka orðaforða málsins: 1. Innlend lán 2. Nýmyndanir 3. Erlend lán með aðlögun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.