Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 54

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 54
32 Orð og tunga Þegar gera á yfirlit yfir orðaforða tiltekinnar greinar er fyrsta stigið að af- marka það svið sem taka skal fyrir. Segja má að orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hafi talið öll hugtök, er lúta að tölvutækni og gagnavinnslu, vera á sínu verksviði. Nefndin hefur hins vegar unnið að afmörkuðum verkefnum á hverjum tíma eins og ég mun koma að síðar. Annað stig er að atliuga hvort til sé einhver grunnur, innlendur eða erlendur, til þess að byggja á. Þessi grunnur getur verið í formi staðla, orðabóka, kennslubóka og þess háttar rita. Sá grunnur, sem við þurftum á að halda, reyndist vera fyrrnefndur staðall. Jafnan fer mestur tími í að safna saman hugtökum, floklca þau og afmarka merkingarsvið þeirra. Síðan þarf að fmna hvað þau heita eða gefa þeim heiti og semja skilgreiningar eða skýringar. Sumar greinar eru þess eðlis að hugtakakerfi þeirra eru alþjóðleg. Þá er ótvíræður kostur að alþjóðlegur félagsskapur komi reiðu á hugtakakerfið. Hlutverk íðorðafræðinga í einstökum löndum yrði þá að finna heiti á sínu tungumáli fyrir hugtökin og aðlaga skilgreiningar og skýringar því máli. I erindi sem Magnús Snædal flutti á ráðstefnu Islenska málfræðifélags- ins 8. nóvember 1986 leggur hann áherslu á þá skoðun danska málfræðingsins Hjelmslevs að unnt sé að orða sömu hugsun á ólíkum tungumálum. Magnús segir enn fremur: „Málið hlýtur að búa yfir þeim hæfileika að orða ný hugtök hvort sem þau eru orðin til í málsamfélaginu eða aðflutt. Og íðorðafræðin reynir ekki einungis að samræma og staðla fræðilegan orðaforða hvers einstaks tungumáls heldur einnig að skapa samræmi milli ólíkra tungumála.11 Eg sagði hér áðan að fyrsta markmið orðanefndarinnar hefði verið að gera Islendingum kleift að tala og skrifa um tölvutækni á íslensku. Okkur varð fljótt ljóst að í þessu fólst einnig að gera þurfti tilraun til þess að staðla orðaforðann. Eg mun reyna að gera grein fyrir hvað í því felst liér á eftir. Tölvutæknin er þess háttar fræðigrein að hugtakakerfi hennar er alþjóðlegt. Hugtalíakerfi í ýmsum öðrum greinum eru að sjálfsögðu ólík frá einu ríki til annars og því gæti reynst erfitt að þýða þau af frummálinu á önnur tungumál. Sem dæmi mætti nefna að hugtakakerfi sem lýsir þjóðfélagsskipan gæti reynst erfitt að þýða af einu máli á annað þar sem þjóðfélagsskipan getur verið ólík í þeim tveimur löndum þar sem viðkomandi tungumál eru töluð. Vert er að leggja áherslu á að þótt hugtakakerfi séu alþjóðleg er aldrei unnt að þýða heiti hugtaka og skilgreiningar beint. Eins og Magnús Snædal benti á erum við að reyna að orða sömu hugsun á ólíkum málum. Haustið 1978 hóf orðanefndin störf við að finna íslensk heiti á hugtökum í þeim köflum af alþjóðlegum staðli um orðaforða í tölvutækni sem þegar höfðu verið gefnir út. í hverjum kafla var tekið fyrir tiltekið svið og afmarkaði sú kafla- skipting störf nefndarinnar á hverjum tíma. Um þetta leyti var íslenskur orðaforði í tölvutækni mjög fátæklegur. Þó voru til einstaka mjög góð orð. Sjálft orðið tölva hafði verið notað um nokkurn tíma og orð sem allir tölvunotendur þekkja eins og forrit, fœrsla, skrá, seguldiskur, hugbúnaður, vélbúnaður og prentari höfðu feng- ið viðurkenningu. Eg þurfti á þessum árum að skrifa leiðbeiningar o.þ.h. fyrir tölvunotendur og veittist það nánast ógerlegt vegna skorts á íslenskum heitum og íslensku orðalagi. I fyrstu var ákveðið að nefndin skyldi einbeita sér að heitum hugtaka, þ.e. íðorðunum sjálfum en láta skilgreiningar bíða seinni tírna. Það er að vísu rétt að nauðsynlegt er að koma sér upp orðalagi um ýmislegt sem segja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.