Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 53

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 53
SigrÚn Helgadottir Um Tölvuorðasafn Frá því haustið 1978 hef ég verið formaður orðanefndar sem starfað hefur á vegum Skýrslutæknifélags Islands, en Skýrslutæknifélagið er félagsskapur á- hugamanna um tölvutækni og gagnavinnslu. Orðanefnd hafði starfað á vegum félagsins frá stofnun þess árið 1968 og sent frá sér tvö fjölrit með heitum á hug- tökum úr tölvutækni og gagnavinnslu; hið seinna kom út árið 1974. Síðan árið 1978 hefur orðanefndin sent frá sér þrjú rit, Tölvuorðasafn (1983) með íslensk- um og enskum heitum á rösklega 700 hugtökum úr tölvutækni og gagnavinnslu, Orfilmutækni (1985), skrá með hugtökum úr örfilmutækni ásamt enskum og ís- lenskum heitum og íslenskum skýringum og aðra útgáfu Tölvuorðasafns (1986) með íslenskum og enskum heitum og íslenskum skýringum á tæplega 2600 hug- tökum. Skipuleggjendur þessarar ráðstefnu hafa beðið mig að greina frá vinnu minni og orðanefndarinnar við Tölvuorðasafnið og er mér ljúft að verða við þeirri beiðni. Nú eru að vísu liðin þrjú ár frá því að Tölvuorðasafnið kom út hið annað sinn svo að sumum gæti fundist sem verið væri að tala um gamlar lummur. Þeir sem sitja þessa ráðstefnu hafa þó sennilega meiri áhuga á þeim aðferðum sem beitt var heldur en tækninni sem hugtökin í bókinni fjalla um. Aðferðirnar hafa varla orðið úreltar á þremur árum. Verkefnið sem orðanefndinni var falið af stjórn félagsins var mjög óljóst. Þó virtist það í aðalatriðum vera fólgið í því að gera Islendingum kleift að tala og skrifa um tölvutækni og gagnavinnslu á íslensku. En við vissum að sjálfsögðu ekki hvernig við ættum að ná því markmiði. Mér hugkvæmdist fljótt sá möguleiki að athuga hvað aðrir liefðu gert. Mál tölvutækninnar er enska og því hljóta fleiri þjóðir en Islendingar að hafa staðið frammi fyrir því vandamáli að þurfa að tala og skrifa um tölvutækni á sinni eigin þjóðtungu. Eg komst að því að Danir, Norðmenn og Svíar höfðu þegar gefið út tölvuorðasöfn. Þeir liöfðu byggt þau á alþjóðlegum staðli um orðaforða í tölvu- tækni og gagnavinnslu. I þessum staðli er sett fram hugtakakerfi greinarinnar ásamt enskum og frönskum heitum hugtaka og skýringum á ensku og frönsku. Norrænu orðasöfnin voru í aðalatriðum þýðing á þessum staðli. I þeim voru norskar, danskar eða sænskar samsvaranir enskra heita og skilgreiningar á við- komandi máli. Norrænir frændur okkar taka frjálslegar upp enska stofna en við. Samt getum við ýmislegt lært af þeim í sambandi við skipulag íðorðastarfsemi. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.