Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 34

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 34
12 Orð og tunga Jóns saga baptista: sá yðvarr sem ii kyrtla hefir, gefi liann annan þeim sem öngvan hefir, og sá sem vistir hefir, geri slíkt hið sama. Ollum, sem fjallað hafa um þýðingu Odds, ber saman um ágæti hennar þótt ekki sé hún með öllu hnökralaus. Um hana segir Sigurður Nordal m.a.: Þó að ýmsir agnúar séu á máli hans, bæði í orðavali og orðaskipan, ef það er borið saman við vönduðustu íslenzku fyrr og síðar, þá er stíll hans svo svipmikill og mergjaður og mál lians svo auðugt, að enn er unun að lesa guðspjöllin í þeim búningi (Sigurður Nordal 1933:29). Mér hefur dvalist nokkuð við Odd og þýðingu hans en það var með vilja gert þar sem allar síðari biblíuþýðingar hafa þegið frá lionum meira eða minna og enn eru kaflar í nýjustu þýðingu á Nýja testamentinu sem eru næstum samhljóða Oddi. Oddur: Þó að eg talaði tungur mannanna og englanna, en hefða ekki kærleik- ann, þá væri eg sem annar hljómandi málmur eður hvellandi bjalla. (1. Kór. 13. kafli.) Biblían 1981: Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða livellandi bjalla. 5 Guðbrandsbiblía Oddur vildi, í anda siðbótarinnar, gera meira en að þýða Nýja testamentið. Bendir margt til þess að þeir Gissur Einarsson, síðar biskup, hafi ætlað sér að þýða alla biblíuna, og Páll Eggert Olason gerir því ráð fyrir að þeir hafi skipt henni á milli sín þ.annig að fyrri helmingurinn hafi komið í hlut Odds en síðari helmingurinn í hlut Gissurar (1922:557). Nokkurn veginn er víst að Oddur hafi þýtt Davíðssálma (Magnús Már Lárusson 1951:154; Westergárd-Nielsen 1977: 802-803) en Westergárd-Nielsen eignar honum einnig 5. Mósebók, Fyrri kon- ungabók, Jobs bók og hluta Spámannabókanna (Westergárd-Nielsen 1984:28). Gissur mun hins vegar hafa þýtt Síraksbók og Orðskviðina (Westergárd-Nielsen 1955:XI). Auk þeirra munu biskuparnir Olafur Hjaltason og Gísli Jónsson hafa fengist við þýðingu úr Gamla testamentinu (Haraldur Níelsson 1925:186). Guðbrandur Þorláksson biskup safnaði þessum þýðingum saman og breytti þeim að sínum málsmekk en þýddi sjálfur það sem óþýtt var. Hann tók Nýja testamenti Odds upp í biblíu sína og gerði á því óverulegar breytingar. Af sam- anburði á Mattheusarguðspjalli bókanna beggja má sjá að mjög margar þeirra snerta aðeins rithátt, sumar beygingarfræði, aðrar val einstakra orða. Hvergi virðist Guðbrandur þýða að nýju. Um fyrirmyndir Guðbrands vinnst ekki tími til að ræða hér en rétt er að geta þess að Westergárd-Nielsen (1946:320-321) þóttist víða sjá sterk áhrif frá Stjórn. Mér vitanlega liefur enginn kannað það efni en freistandi er að ætla að líkindi eigi fremur rætur að rekja til lifandi bibl- íumálshefðar en beinna tengsla. Biblía Guðbrands kom út á Hólum 1584 og var í næstu tvær aldir fyrirmynd annarra biblíuútgáfna. Guðbrandur gerði sér far um að vanda málfar þess er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.