Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 37

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 37
Guðrún Kvaran: Almúganum til sœmclar og sáluhjálpar 15 11 Lundúnabiblía Ekki undu menn lengi við þessa biblíu því að rækilega endurskoðuð útgáfa beggja testamenta kom út á prenti í London 1866. Höfðu þeir Pétur Pétursson síð- ar biskup og Sigurður Melsteð prestaskólakennari það verk með höndum. Um þessa þýðingu spunnust harðar deilur milli Guðbrands Vigfússonar og Eiríks Magnússonar. Guðbrandur varði texta Grútarbiblíu, þótt undarlegt megi virð- ast, en Eiríkur hinn nýja en hann liafði sjálfur séð um prófarkalesturinn. Ur þessum deilum varð fjandskapur sem entist meðan báðir lifðu. Konráð Gíslason dróst inn í málið en hann var fenginn til þess að lesa og dæma um málið á Nýja testamentinu. Honum þótti það gott og tilgerðarlaust og hafa á sér biblíulegan blæ (Þorvaldur Thoroddsen 1908:212-213). Deilur þessar stóðu á annan áratug en af því sem birtist á prenti var fátt í rauninni málefnalegt og einhvers virði um fræðilega afstöðu til textans. Samanburður við eldri og yngri þýðingar sýnir að Guðbrandur hafði á ýmsan hátt rétt fyrir sér og að talsverðir gallar eru á þýðingunni bæði livað snertir mál og nákvæmni í þýðingu. 12 Biblían 1908 Þetta var Hinu íslenska biblíufélagi ljóst og ákvað því 1887 að hafm skyldi enn ein endurskoðun biblíunnar. Verkið hófst þó ekki fyrr en 1897 að Haraldur Níelsson tók að sér að þýða Gamla testamentið úr hebresku og gerði hann það að mestu einn. Aðrir önnuðust þýðingu Nýja testamentisins. Þarna var á ferðinni sú þýðing sem við öll þekkjum best. Þessi nýja þýðing var kynnt mönnum með nokkrum sýnishornum á árunum 1899-1902 þannig að hægt var að fylgjast með verkinu. Fyrsta sýnishornið varð kveikjan að blaðadeilu milli Halldórs Kr. Friðrikssonar annars vegar (1900 a og b) og Haralds Níelssonar (1900) hins vegar. Urðu þær, eins og blaðadeilur oft á þeim tímum, mjög persónulegar og missti hin eiginlega gagnrýni mikið af snerpu sinni af þeim sökum. Þó virðist mér að athugasemdir Halldórs séu vel grundaðar enda var hann mjög vel að sér um íslenskt mál og hafði skrifað um það og kennt í áratugi. Oll biblían var gefin út 1908 og má með samanburði við eldri útgáfur sjá að víða var aftur horfið til eldri þýðinga og höfð hliðsjón af Nýja testamenti Odds og Guðbrandsbiblíu. Einnig var stuðst við útgáfuna frá 1841 og teknir upp kaflar úr þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. 13 Biblían 1912 og 1981 Það voru einkum deilur trúarlegs eðlis sem ollu því að enn var biblían, sem gekk undir nafninu Heiðna biblía, endurskoðuð og gefin út 1912. Þá biblíu notuðu íslendingar allt til ársins 1981 að Hið íslenska biblíufélag gaf út þá sem nú er á markaði. Þar liöfðu guðspjöllin og Postulasagan verið endurþýdd og bréfin endurskoðuð en að auki gerðar nokkrar umbætur á Gamla testamentinu. Það sem helst vekur athygli lesanda er að setningaskipun er færð í annað horf en áður var og stíllinn ekki eins hátíðlegur. En við nánari athugun sést að fleiru hefur verið breytt, bæði til að ná betur merkingu frumtextans og til þess að boðskapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.