Orð og tunga - 01.06.1990, Side 95

Orð og tunga - 01.06.1990, Side 95
Orn Kaldalóns: Þýðingastarfsemi IBM 73 SAA hugbúnaðarhögun IBM (á ensku Systems Application Architecture) mið- ar að því að samræma aðgang notandans að tölvukerfum á þremur megintölvu- gerðum IBM sem eru þessai: • IBM PS/2 einmenningstölvur, með stýrikei-fið OS/2 • AS/400 miðlungstölvur, með stýrikerfið OS/400 • IBM S/370 stórtölvur, með stýrikerfin VM og MVS. Ég freistast enn til að ha'da líkingunni við farartækin og rifja upp gamla minningu er ég kom inn > stýrishúsið á afdönkuðum hertrukk og sá að bremsan var hægra megin við bensh r> . ;ma. Bíllinn hefur sennilega verið framleiddur áður en bensín-, hemla- og teiigs;:: íetlarnir voru staðlaðir í þeim skorðum sem þeir eru í nú, og má velta því fyrir sér hvernig ökumönnum nú á dögum tækist að bregðast rétt við aðsteðjandi vanda í slíkum bíl. Ákveðin stöðlun er því beinlínis nauðsynleg til að tryggja farsæl samskipti manna við tæki ýmiss konar. Það á meðal annars við um stýrikerfi á tölvum. Með staðlaðri hugbúnaðarhögun IBM, SAA, er hugbúnaði mismunandi tölvugerða búið samræmt snið, notendum til hægðarauka. SAA skrifstofukerfin sem nú er verið að þýða falla öll að þessum staðli. Hvert er hlutverk skrifstofukerfanna, og hver er ávinningurinn að notkun þeirra? í kónnun sem gerð var í Kanada fyrir 5 árum kom í ljós að fram að þeim tíma hafði tölvunotkun í mesta iagi haft í för með sér 5% sparnað í almennri skrifstofuvinnu, en með notkun sérhæfðari tölvukerfa eins og gagnagrunna og launaforrita hafði náðst fram sparnaður sem talinn var í tugum prósenta. Síðan hafa komið fram margar athyglisverðar nýjungar. Ég bendi sérstaklega á eftirtalin atriði: • þægileg ritvinnsla með ritskyggningu • aðgengileg skjalageymsla • auðveldar skeytasendingar — tölvupóstur • innbyggð nafnaskrá og símaskrá • dagbók sem eigandi heimilar öðrum aðgang að • fundarboðun, þar sem tölvan frnnur hentugan tíma fyrir alla fundarmenn Tökum dæmi: • Maður kveikir á tölvunni að morgni og skoðar nýkomin skeyti. Þau sem eiga erindi til annarra eru send til eins margra og þörf er á, á nokkrum sekúndum. Síðan er skeytinu eða skjalinu forðað í þar til gerða geymslu. Utprentun og ljósritur er algerlega óþörf. • Þurfi að svara skeyti er stutt á einn hnapp og svarið vélritað á skjáinn. Síðan er stutt á annan hnapp. Tölvan veit í þessu tilviki að verið er að svara sendanda — og sendir skeytið af stað.

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.