Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 43

Orð og tunga - 01.06.1990, Qupperneq 43
JÓN Hilmar JÓNSSON Að snúa orðum á íslensku Um orðabókaþýðingar Orðabókagerð og þýðingar Orðabókagerð og þýðingar eru nátengd starfsemi. Hvor tveggja iðjan beinist að því að umorða merkingu eða hugsun sem fólgin er í orðum í því skyni að greiða fyrir skilningi, helst með orðum eða orðalagi sem stendur lesendum nær en þau orð eða orðalag sem umorðunin beinist að. Skýringar í eins máls orðabók eru reyndar oftast af þessum toga og eru þannig eðlisskyldar þýðingum þótt skyld- leiki þýðinga við skýringar tveggja mála orðabóka sé vitaskuld miklu auðsærri. I því samspili mun uppruna orðabókagerðar reyndar vera að leita. I upphafi var orðabókum einkum ætlcið að þjóna þeim sem fengust við að snara texta úr einu máli á annað, fyrstu vísarnir voru eins konar minnislistar, glósur, með orðahrafli úr erlendu máli sem skrifaðar voru við samsvaranir á móðurmálinu. Orðabækur af þessu tagi, þar sem orðaforði eins máls er skýrður á öðru máli, eru komnar til sögunnar löngu áður en mönnum dettur í hug að skýra orðin á þeirra eigin máli (sjá m.a. Landau 1989: 35 o.áfr.). Eins máls orðabækur eru þannig síðara þróunarstig orðabókagerðarinnar og hvíla á þeim grunni sem áður var lagður við gerð tveggja mála orðabóka, eins og raunar má glöggt sjá þegar hefðbundnar orðabækur af þessum tveimur gerðum eru bornar saman. Þegar þessi náni skyldleiki er hafður í huga er eðlilegt að spurt sé hvernig hann nýtist hvoru tveggja til hagsbóta. Hvernig nýtast orðabækur í þágu þýðinga, og hvernig nýta menn þýðingar við orðabókagerð? Eg hygg að fleiri láti fyrri spurninguna koma sér við en hina síðari. Sú krafa er vissulega uppi að orðabækur nýtist þýðendum í starfi þeirra. Til þess hlýtur að vera ætlast að þeir sem semja orðabækur taki verulegt tillit til sjónarmiða þýðenda og hagi framsetningu sinni í samræmi við það. Það er svo annað mál að orðabækur koma þýðendum ekki alltaf að tilætluðum notum og kunna reyndir notendur frá ýmsu að greina í þeim efnum. Oft virðist þá mega varpa nokkurri sök á orðabókarhöfunda, sýna fram á að önnur þýðing eða haganlegri framsetning hefði dugað þýðandanum betur. En fráleitt er að komið verði í veg fyrir öll vonbrigði þýðenda af þessum sökum, einfaldlega vegna þess að orðabækur geta ekki leyst allan þýðingarvanda. Eg geri mér síður grein fyrir því að hve miklu leyti það viðhorf er uppi að þýðingar eigi að þjóna orðabókum og orðabókagerð, hvort þeir sem semja 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.