Orð og tunga - 01.06.1990, Page 9

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 9
Formáli ritstjóra Að þessu sinni hefur Orð og tunga að geyma erindi þau sem flutt voru á ráð- stefnunni Þýðingar á tölvuöld sem Orðabók Háskólans og IBM á Islandi gengust fyrir og haldin var í Reykjavík 24. janúar 1990. Tilefni ráðstefnunnar var það að 5 ár voru liðin síðan Orðabók Háskólans og IBM á Islandi hófu samstarf um þýðingar á notendaforritum, hugbúnaði og handbókum tölvunotenda á íslensku. Þar var um brautryðjandastarf að ræða sem síðan hefur aukist jafnt og þétt og fest æ betur í sessi kröfu tölvunotenda um íslenskan orðaforða og íslenskt málsnið á því mikla og margvíslega efni sem lýtur að tölvunotkun. Hagnýtar þarfir málnotenda fara hér saman við nauðsyn íslenskrar málræktar á sviði sem flestum öðrum fremur mótar menntun manna og vinnubrögð nú á dögum. Það er til marks um gildi þessa starfs að ráðstefnan var haldin undir merkjum málræktarátaks menntamálaráðuneytisins á fyrra ári. Flutti Svavar Gestsson menntamálaráðherra ávarp við upphaf ráðstefnunnar. Ráðstefnan Þýðingar á tölvuöld hafði verið undirbúin um nokkurt skeið. Af hálfu IBM á Islandi unnu einkum að undirbúningnum þau Gunnar M. Hansson forstjóri, Jón Vignir Karlsson, Orn Kaldalóns, Friðrik Friðriksson og Hallfríð- ur D. Sigurðardóttir. Af hálfu Orðabókar Háskólans var undirbúningsstarfið að mestu í höndum Jóns G. Friðjónssonar stjórnarformanns og Helgu Jónsdóttur deildarstjóra þýðingastöðvarinnar. Þau Jón Hákon Magnússon og Guðlaug B. Guðjónsdóttir frá fyrirtækinu Kynning og markaður sáu um ýmsa þætti undir- búningsins, einkum kynningarstarfsemi. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur var ráðstefnustjóri. Á ráðstefnunni voru alls flutt níu erindi um íslenskar þýðingar frá ýmsum sjónarmiðum. Auk þess að hlýða á erindin gafst ráðstefnugestum kostur á að kynnast starfsemi þýðingastöðvar Orðabókarinnar og IBM. Að mati þeirra sem að ráðstefnunni stóðu tókst hún í alla staði vel. Ánægju- legast var hversu margir tóku þátt í ráðstefnunni en skráðir þátttakendur voru alls 177. vii Jón Hilmar Jónsson

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.