Orð og tunga - 01.06.1990, Page 30

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 30
8 Orð og tunga list að sigla milli skers andlausrar nákvæmni annars vegar og báru óbeislaðrar vildar hins vegar, en að öðru leyti er ekki hlaupið að því að gefa ákveðnar reglur um það hvernig þýða skuli svo vel sé. Meiri háttar þýðingar lúta að miklu leyti sömu lögmálum og mikill skáld- skapur og eiga því eins og hann sinn vitjunartíma. Hin þýddu verk þurfa að hafa skírskotun til samtíma þýðandans og mæta þar einhverri þörf, ef þau eiga að ná að lifna. Milli höfundarins og þýðandans þarf að liggja leyniþráður, og við getum séð það best á höfundum sem bæði hafa frumort og þýtt, eins og til að mynda Matthíasi Jochumssyni og Jóni Helgasyni, að þeim tekst best upp við þýðingu ljóða sem eru mjög í ætt við þeirra eigin frumortu ljóð og tala út úr þeirra hjarta. Það má og benda á að miklum blómaskeiðum bókmennta hefur einatt fylgt mikil gróska í þýðingum, svo sem á tímum Shakespeares á Englandi, en hann naut þá sjálfur góðs af þýðingum úr fornmálunum sem hann var ekki mjög sterkur í að sögn eins keppinautar, og sama er að segja um tíma Goethes í Þýskalandi, þegar þýðendur á borð við Voss, Schlegel og Tieck gerðu þýðingar á Hómerskviðum og leikritum Shakespeares sem síðan hafa verið settar þar á bekk með þjóðarbókmenntum og storka öllu tali um skammlífi þýðinga. Raunar má skoða þýðingar sem snaran þátt af bókmenntasköpun hvers tíma- bils og greina í þeim merki ríkjandi stefna og viðmiðana í frumsömdum bók- menntum, og sést það auðvitað best á þýðingum verka sem hafa verið þýdd oftar en einu sinni með harla inisjöfnu móti. Ef við lítum yfir sögu íslenskra þýðinga geta glöggir menn hæglega fundið þar á síðustu öld ýmist anda upplýsingarstefnu, rómantíkur og klassísks húmanisma, en í þýðingum 20. aldar anda nýrómantík- ur, nýklassískrax endurreisnar að ógleymdum módernisma — og kannski á hinn dularfulli postmódernismi einnig eftir að skjóta þar upp kollinum, ef hann er þá til. En þrátt fyrir aflt það fjölbreytta þýðingastarf sem unnið hefur verið hér á landi frá upphafi byggðar eru enn óþýdd eða vanþýdd á íslensku fjölmörg af þeim öndvegisverkum erlendum sem eiga erindi til allra tíma og hver þjóð sem vill teljast andlega sjálfstæð þarf að eiga á sínu máli. Það væri því ekki vansalaust ef við núlifandi Islendingar yrðum eftirbátar fyrri og fátækari kynslóða í þýðingarlistinni og skiluðum þar ekki álitlegu dagsverki til eftirkomenda. Hér á undan var sagt að þýðingar gætu verið varnargarður — og hvenær skyldi okkur hafa verið meiri þörf á varnargarði en einmitt nú?

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.