Skagfirðingabók - 01.01.2002, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
hvorri vakt, eða 90—96 stúlkur alls. Um þessa vinnutilhögun
hefði verið samið við verkakvennafélagið Olduna og án nokk-
urs ágreinings. Sigurður kvaðst hafa talið það liggja í hlutarins
eðli að karlmennirnir, sem jafnt og stúlkurnar unnu á vöktun-
um, en voru miklum mun færri, eða 10—12 á vakt, ynnu á
sömu kjörum, þ.e. á vaktavinnukaupi. Hefði hann, þegar í
upphafi, haft tal af formanni Fram í þessu skyni. En þar sem
formlegur samningur hefði aldrei verið gerður um þessi launa-
kjör hefði málið lent í þeim hnút sem raun varð á. Taldi hann
ágreininginn ekki stafa af viðleitni til brota á lögboðnum taxta
verkamanna, heldur af því að hann hefði ekki séð sanngirni í
því að greiða karlmönnum næturvinnukaup á sama tíma og
konur ynnu á vaktaálagi.
Þess má svo geta að öll leystust þessi deilumál og telur Sig-
urður ástæðu til að þakka verkafólki á Sauðárkróki fyrir þann
skilning sem það hafi að lokum sýnt við lausn þeirra og leyfir
sér jafnframt að álykta sem svo að mál þetta hafi að nokkru ver-
ið reist af hálfu launþega á Sauðárkróki með það fyrir augum að
vekja athygli stjórnvalda og lánasýslu á mikilvægi þess að
greiða fyrir uppbyggingu fiskvinnslufyrirtækis hans og treysta
með því stöðu þess til viðgangs atvinnustarfsemi í bænum.
Einnig fer Sigurður lofsamlegum orðum um forseta ASÍ,
Hannibal Valdimarsson, og samstarfsmenn hans vegna fyrir-
greiðslu þeirra við lausn deilunnar.
Tíðindi Hjálmars af fundum þeim er hann greinir frá í pistli
sínum, þ.e. 17. ágúst 1956, og frá öðrum ári fyrr, þykja Sigurði
langsóttar heimildir þar sem seinni fundurinn var haldinn
nokkru fyrr en Hjálmar fluttist til Sauðárkróks og hafði hann
því hvorugan fundinn setið. í fullu samræmi við það hafi síðan
verið trúverðugleikinn, til dæmis hefði skuldin við verkafólk
átt að vera 700.000, en hið rétta var 609-000. Að vonum gætir
nokkurra sárinda í grein Sigurðar sem vitnar til ummæla
Hjálmars um neyðarástand vegna vangoldinna launa.
32